Erlent

Hirtu þrjú tonn af kókaíni af báti

Sjóherinn á Frönsku Gvæjana lagði á sunnudaginn hald á þrjú tonn af kókaíni af fiskibáti frá Venesúela. Frá þessu greindu yfirvöld á staðnum í dag. Eftir ábendingu frá bandarísku strandgæslunni fylgdust frönsk yfirvöld með bátnum og létu loks til skarar skríða á fransk-gvæjönsku hafsvæði. Þegar bátsverjar urðu hersins varir hentu þeir efninu í sjóinn, alls 150 tuttugu kílóa kókaínpökkum, og lögðu svo á flótta. Herskipið náði þó hvoru tveggja og tók venesúelska strandgæslan við bátsverjunum og efnunum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×