Innlent

Stöðugur straumur í miðborgina

Stöðugur straumur er nú niður í miðborg Reykjavíkur þar sem Menningarnótt er í algleymingi. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel hingað til og býst hún við fólki haldi áfram að fjölga í miðbænum enda veður betra en spár gerðu ráð fyrir. Rétt er að benda þeim sem hyggjast leggja leið sína niður í bæ að Hverfigata er lokuð og sömuleiðis Lækjargata og nokkrar aðrar götur í miðborginni. Menningarnótt hófst formlega klukkan ellefu í morgun þegar borgarstjóri ræsti hlaupara í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins en alls eru á þriðja hundrað viðburða í borginni í dag. Hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Hafnarbakkanum og flugeldasýningu í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×