Erlent

Lögreglumenn vegnir í Dagestan

Að minnsta kosti þrír lögreglumenn létust og fjórir særðust þegar bílsprengja sprakk í Dagestan í Rússlandi í dag. Interfax-fréttastofan greinir frá því að bíll, sem var hlaðinn sprengiefni, hafi sprungið við eina aðalumferðaræðina í Makhachkala, höfuðborg Dagestans, í þann mund sem lögregla ók þar fram hjá í eftirlitsferð. Dagestan liggur að Tsjetsjeníu og hafa tsjetsjenskir uppreisnarmenn, sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins, látið að sér kveða í Dagestan undanfarna mánuði. Til að mynda létust 10 hermenn í svipaðri sprengingu í höfuðborg Dagestans í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×