Erlent

Spánverjar syrgja hermenn

Sautján spænskir hermenn sem létust í þyrluslysi í Afganistan á þriðjudag voru jarðsettir í dag með mikilli viðhöfn. Meðal þeirra sem sóttu athöfnina, sem fram fór í höfuðstöðvum hersins í Madríd, voru spænsku konungshjónin og Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Lýst hefur verið yfir tveggja daga þjóðarsorg á Spáni vegna atburðanna, en ekki er enn ljóst hvað olli því að þyrlan, sem var á æfingu á vegum NATO,  hrapaði til jarðar. Varnarmálaráðherra Spánar segir líklegast að þyrlan hafi lent í sterkri vindhviðu en þó er ekki búið að útiloka að hún hafi verið skotin niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×