Fleiri fréttir

Skotið að bíl í Bagdad

Skotið var að bifreið sendiráðs Rússlands í Írak í dag. Tveir embættismenn voru í bílnum en hvorugan þeirra sakaði. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins sagði á fréttamannafundi að skotárásinni hafi ekki verið beint sérstaklega að bifreiðinni, heldur skutu uppreisnarmenn á allt sem hreyfðist.

Hrefnur skoðaðar og svo skotnar

"Það er útlit fyrir að dýrin verði skoðuð á daginn og svo skotin að nóttu," segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Eldingunni en hann segist hafa orðið var við hrefnuveiðibáta strax í fyrradag á þeim slóðum þar sem hann er að sigla um með fólk í hvalaskoðun suðvestur af Akranesi og norður með Kjalarnesi.

Líkleitinni hætt án árangurs

Hætt hefur verið leit að líki sem tilkynnt var að hafi sést við Gullinbrú í Reykjavík. Fjölmennt lið úr röðum slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita leitaði líksins fram yfir miðnætti í fyrrinótt án árangurs. Að sögn lögreglu verður leitin ekki hafin að nýju nema eitthvað nýtt komi fram í málinu.

Erilsamt hjá lögreglu í Borgarnesi

Frá því á föstudaginn hafa 49 ökumenn verið teknir af lögreglunni í Borgarnesi. Þeir voru allir teknir fyrir að keyra yfir hámarkshraða fyrir utan einn sem stöðvaður var grunaður um ölvun við akstur.

Möguleiki á að riða breiðist út

Brögð eru að því að hestamenn fari illa með fjárréttir og safngirðingar víða um land. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar, landnýtingarráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands, er þetta mjög áberandi í nágrenni við Reykjavík

Skilorð fyrir kannabisræktun

Þrír karlmenn og ein kona, öll á fimmtugsaldri voru fundin sek um vörslu fíkniefna og ræktun kannabisefna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ræktunin fór fram í haughúsi við sveitabæ í Ölfusi. Einn karlmaðurinn hlaut 7 mánaða fangelsi, annar hlaut 6 mánuði og sá þriðji 4 mánuði en konan 45 daga og er refsing þeirra allra skilorðsbundin til tveggja ára.

Varað við of mikilli bjartsýni

Leiðtogafundur G8-ríkjanna hefst í Skotlandi í dag. Forystumenn Afríkuríkja skora á starfsbræður sína á Vesturlöndum til að standa við yfirlýsingar sínar en Gordon Brown varar við of mikilli bjartsýni.

Sendiherrar múslimaríkja skotmörk

Uppreisnarmenn í Írak hafa fundið sér ný skotmörk í baráttu sinni, erindreka annarra múslimaríkja sem starfa í landinu. Þeir hyggjast þar með fæla trúbræður sína frá því að mynda tengsl við ríkisstjórn Íraks sem starfar í skjóli bandarískrar herverndar.

45.000 manna herlið á Gaza

Stjórnvöld í Ísrael búa sig undir að taka landnema á Gaza-ströndinni föstum tökum meðan á brottflutningi þeirra frá svæðinu stendur.

Í mál við Abramovich

Boris Berezovsky, rússneski auðkýfingurinn sem komst í ónáð hjá Vladimir Pútín Rússlandsforseta og fékk pólitískt hæli í Bretlandi, hyggst stefna rússneska athafnamanninum Roman Abramovich, eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea.

Staðsetning ræðst í dag

Í dag mun Alþjóðaólympíunefndin greina frá því hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2012. Fundur nefndarinnar fer fram í Singapúr og af því tilefni hefur fjöldi áhrifamanna haldið þangað til að auka möguleika sinna borga.

Herinn burt

Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að draga herlið sitt frá Úsbekistan og Kirgisistan eins fljótt og auðið er.

Hútúar unnu kosningarnar

Flokkur uppreisnarmanna virðist hafa unnið meirihluta í þingkosningunum í Afríkuríkinu Búrúndí, þeim fyrstu sem haldnar hafa verið í landinu í tólf ár.

Persónuvernd vill takmarka aðgang

Persónuvernd telur að rafræn sjúkraskrá Landspítalans og heilsugæslunnar sé komin fram úr lögum. Í vor fengu allir læknar Landspítalans aðgang að öllum sjúkraskrám, í svokölluðu Sögukerfi óháð því hvaða kvilla væri verið að meðhöndla.

Hryðjuverki afstýrt

Bosnísk lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að talsvert magn sprengiefna hefði fundist á minningarreit um fjöldamorðin í Srebrenica en þar fer fjölmenn athöfn fram í næstu viku.

Minnismerki tekin niður

Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minningar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins.

Siðferðisþrek Samfylkingar þrotið

"Að mínu viti er þetta merki um að siðferðisþrek Samfylkingarinnar sé á þrotum og þeim sé nær að líta í eigin barm en reyna að klóra í bakkann með dylgjum á borð við þessar," segir Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins.

Verðstríð enn í gangi

Hægt er að ganga út með tvo fulla innkaupapoka á verði eins eftir því hvar fólk verslar í matinn. Verðmunur á einstökum vörutegundum milli matvöruverslana getur numið meira en þúsund prósentum.  Þetta kemur fram í könnun sem verðlagseftirlits ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag.

Bretar æfir vegna ummæla Chiracs

Það er ekki hægt að treysta fólki sem eldar óætan mat, segir Jacques Chirac, forseti Frakklands. Yfirlýsingar hans um breska matargerð hafa valdið úlfúð og uppnámi á Bretlandi - og raunar líka Finnlandi, því þar er maturinn ennþá verri að mati Chiracs.

Niðurskurður hjá RÚV

Um síðustu mánaðamót var ákveðið að skera niður kostnað hjá Ríkisútvarpinu til að ná jafnvægi í rekstri stofnunarinnar á árinu. Um er að ræða flatan tveggja prósenta niðurskurð sem leggst jafnt á bæði útvarp og sjónvarp og á að spara fimmtíu milljónir króna.

Dráttur afsalsins ekki útskýrður

Framkvæmd húsakaupa Framsóknarflokksins af Keri er óheppileg, en ekki óeðlileg, að mati framkvæmdastjóra flokksins. Fimm ár liðu frá því samið var um kaup á húsinu, sem nú hýsir höfuðstöðvar flokksins, og þar til afsal var gefið út, eða á sama tíma og Búnaðarbankinn var seldur.

Kona fær réttargæslumann

Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði konu réttargæslumann vegna ætlaðs heimilisofbeldis.

Svara spurningum í ágúst

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, eru báðir í sumarfríi fram í ágúst. Hjá embættinu fengust þau svör að trúlega gætu þeir einir svarað spurningum tengdum rannsókninni á Baugsmálinu svokallaða, en komið hefur fram alvarleg gagnrýni á hana og eins á skipulag embættisins.

Dæmdur fyrir húsbrot og hasssmygl

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa í apríl og maí í fyrra staðið að innflutningi á rúmlega 2,5 kílóum af hassi frá Danmörku. Hassið var falið í leikfangatraktor sem sendur var í pósti.

Málsgögnum var skilað í gær

Embætti Ríkislögreglustjóra lét í gær af hendi rannsóknargögn í Baugsmálinu svokallaða. Ákærur voru gefnar út á föstudag, en rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár. Sex sæta ákæru, þar á meðal fyrrverandi og núverandi forstjóri Baugs, stjórnarmenn og tveir endurskoðendur.

Efla þarf réttindagæslu

Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagi verkferla.

Vændi á Íslandi

Menn frá Vestur-Afríku og Eystrasaltsríkjunum eru taldir hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi. Í fíkniefnaheiminum er sagt að þeir svífist einskis og séu hluti af enn stærra neti sem teygi sig um allan heim. Óttast er að heróín berist hingað til lands innan tíðar.

Lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs

Engin takmörk eru fyrir því hversu mikið Íbúðalánasjóður má lána íslenskum bönkum og sparisjóðum eftir að ný stefna um áhættustýringu tók gildi. Fyrri stefna var aðeins í gildi í nokkra mánuði þar sem höfundar hennar sáu ekki fyrir gríðarlegar uppgreiðslur íbúðalána vegna samkeppni frá bönkunum en sú upphæð nemur eitt hundrað og fimmtíu milljörðum.

Baugur enn í Somerfield viðræðum

Breskir fjölmiðlar telja að ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þýði að félagið neyðist til að draga sig út úr hópi fjárfesta sem hyggjast festa kaup á stórverslanakeðjunni Somerfield. Forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, reynir nú að draga úr þeim skaða sem Baugsmálið gæti valdið félaginu.

Uppstilling á R-lista

Framsóknarmenn og Vinstri grænir í samráðshópi R-listans segja boltann vera hjá Samfylkingunni hvað varðar framhald viðræðna um uppstillingu á framboðslista. Tillögur sem framsóknarmenn lögðu fram í gær fóru ekki vel í samfylkingarmenn.

Úttekt á peningaþvætti

Innan skamms verður gerð úttekt á því hvernig Íslendingar séu í stakk búnir að takast á við alþjóðlegt peningaþvætti. Iðnaðarráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra móta hugmyndir um hvernig best sé að standa að málum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun

Geitungar á sveimi

Geitungar hafa verið á sveimi á höfuðborgarsvæðinu og er geitungabú víða að finna. Ástandið er þó aðeins svipur hjá þeirri sjón sem blasti við fyrir tveimur árum.Það er ekki fyrir hvern sem er að ráðast til atlögu þegar geitungabúin eru annars vegar. Þessi hvimleiðu skordýr geta verið árásargjörn og það er ekki gott að vera stunginn af þeim.

Viðræður hefjast í dag

Viðræður um kostnaðarskiptingu vegna framtíðarvarnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag. Viðræðurnar fara fram í Washington.

Uppreisnarmenn skotnir til bana

Sex íslamskir uppreisnarmenn týndu lífi í umsátri eftir að hafa ráðist inn í hindúamusteri á Norður-Indlandi í gær .

Dani hótaði Bush

Þrítugur Dani hefur verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald fyrir að hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta líflátshótun.

Sænskt morðmál til lykta leitt

Eitt óhugnanlegasta morðmál Svíþjóðar á síðari árum virðist nú hafa verið til lykta leitt. Um er að ræða tvö morð sem framin voru á Skáni í Suður-Svíþjóð árið 1989. Þá var hinni tíu ára gömlu Helén Nilsson rænt og nauðgað á hrottafenginn hátt áður en hún var myrt með barsmíðum.

Líðan eftir atvikum góð

Fólkið sem lenti í gassprengingunni í Reykhólasveit um helgina liggur á lýtalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og verður þar áfram um óákveðinn tíma.

Fleiri við gæslu en að mótmæla

Um 200 mótmælendur gengu um götur Kaupmannahafnar í gær og mótmæltu komu George Bush til landsins. Mótmælendurnir voru svartklæddir og gengu um með skilti þar sem Bush var tjáð að hann væri óvelkominn. Einn var handtekinn fyrir að brenna bandaríska fánann.

Býður hús fyrir störf að sunnan

Viðræður eru hafnar milli Kaupfélags Eyfirðinga og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um flutning opinberra verkefna til Akureyrar. Jafnframt á KEA í viðræðum við einkafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um opnun starfsstöðva á Akureyri.

Þristinum flogið aftur til útlanda

DC-3 flugvélin Páll Sveinsson heldur í dag af stað í hringflug til Bretlands og Norðurlanda þaðan sem hann snýr aftur til Íslands. Flugið er farið til að minnast þess að í ár eru sextíu ár liðin síðan farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa.

Á forsíðu Berlingske

Mynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, birtist á forsíðu Berlingske Tidende í Danmörku í gær með fyrirsögninni: "Eigandi Magasin ákærður fyrir blekkingar og skattsvik."

Gassprenging í tjaldvagni

Roskin hjón brenndust á höndum og andliti þegar gaskútur sprakk inni í tjaldvagna, sem þau voru í skammt frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit í gærkvöldi. Svo vel vildi til að hjúkrunafræðingur var í grenndinni og gat komið þeim strax til hjálpar og kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja fólkið til Reykjavíkur.

Bush vill ekki nýjan Kyoto samning

Bandaríkjamenn munu ekki semja um að draga úr gróðurhúsa lofttegundum á fundi leiðtoga G átta iðnríkjanna, sem hefst í Skotlandi á miðvikudaginn. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við breska sjónvarpsstöð í gær.

Læknar í Bretlandi lélegir í ensku

Lífi sjúklinga í Bretlandi er stefnt í hættu, vegna slakrar enskukunnáttu mörg þúsund lækna í landinu, að mati forsvarsmanna bresku læknasamtakanna. Læknar sem koma úr löndum utan Evrópusambandsins þurfa að sýna fram á góða enskukunnáttu til þess að fá að starfa í löndum Evrópu.

Vel heppnaður árekstur

Árekstur lítils geimfars við halastjörnu á stærð við Manhattan-eyju í morgun gæti veitt vísbendingar um upphaf lífs á Jörðinni.

Sjá næstu 50 fréttir