Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2025 14:32 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var við æfingu og tekur nú þátt í leitinni. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir engrar flugvélar eða báts saknað eins og er . Engu að síður sé þörf á að kanna hvað sé í gangi. „Verkefnið er að reyna að miða út þetta hljóð, hvar sendirinn er og af hverju hann sendir frá sér og af hverju það heyrðist í honum þarna. Enn sem komið er hefur ekki fundist skýring á því. Það er ekki hægt að segja til um það hvað verkefnið tekur langan tíma en vonandi tekst að finna góða skýringu á því og það innan skamms tíma,“ segir Ásgeir. Hann segir óljóst hvaðan neyðarboðið hafi komið en tíðnin sem sendirinn sendi út á sé á ákveðinni tíðni sem bendi til þess að sendirinn sé á eldri gúmmíbát eða björgunarbát. „Þessi sendir er á ákveðinni tíðni og það bendir til þess að þetta sé eldri sendir á gúmmíbát eða björgunarbát. Sendar á nýrri bátum eða flugvélum, eða jafnvel persónulegir sendar fólks, senda boð í gervihnött með staðsetningu. Þannig við vitum að þetta er eldri sendir í ljósi þess á hvaða tíðni hann sendir á. En engu að síður þá er verið að reyna að miða hann út.“ Hefur gerst áður Hann segir þetta hafa gerst áður og þá einnig nærri Akranesi. „Alltaf þegar það kemur svona tilkynning þarf að gæta að fyllsta öryggi. Það er ekki svo langt síðan Landhelgisgæslan fékk skilaboð um neyðarsendi nærri Akranesi og í því tilfelli hafði óvart kviknað á neyðarsendi báts sem var inni í skýli eða geymslu. Þegar svona er þarf að hefja eftirgrennslan til að kanna hvað er þarna á ferðinni og því er æfing þyrlunnar nýtt í þetta núna ásamt því að björgunarsveitir hafa verið að reyna að miða hljóðið út.“ Akranes Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir engrar flugvélar eða báts saknað eins og er . Engu að síður sé þörf á að kanna hvað sé í gangi. „Verkefnið er að reyna að miða út þetta hljóð, hvar sendirinn er og af hverju hann sendir frá sér og af hverju það heyrðist í honum þarna. Enn sem komið er hefur ekki fundist skýring á því. Það er ekki hægt að segja til um það hvað verkefnið tekur langan tíma en vonandi tekst að finna góða skýringu á því og það innan skamms tíma,“ segir Ásgeir. Hann segir óljóst hvaðan neyðarboðið hafi komið en tíðnin sem sendirinn sendi út á sé á ákveðinni tíðni sem bendi til þess að sendirinn sé á eldri gúmmíbát eða björgunarbát. „Þessi sendir er á ákveðinni tíðni og það bendir til þess að þetta sé eldri sendir á gúmmíbát eða björgunarbát. Sendar á nýrri bátum eða flugvélum, eða jafnvel persónulegir sendar fólks, senda boð í gervihnött með staðsetningu. Þannig við vitum að þetta er eldri sendir í ljósi þess á hvaða tíðni hann sendir á. En engu að síður þá er verið að reyna að miða hann út.“ Hefur gerst áður Hann segir þetta hafa gerst áður og þá einnig nærri Akranesi. „Alltaf þegar það kemur svona tilkynning þarf að gæta að fyllsta öryggi. Það er ekki svo langt síðan Landhelgisgæslan fékk skilaboð um neyðarsendi nærri Akranesi og í því tilfelli hafði óvart kviknað á neyðarsendi báts sem var inni í skýli eða geymslu. Þegar svona er þarf að hefja eftirgrennslan til að kanna hvað er þarna á ferðinni og því er æfing þyrlunnar nýtt í þetta núna ásamt því að björgunarsveitir hafa verið að reyna að miða hljóðið út.“
Akranes Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira