Baugur enn í Somerfield viðræðum 5. júlí 2005 00:01 Breskir fjölmiðlar telja að ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þýði að félagið neyðist til að draga sig út úr hópi fjárfesta sem hyggjast festa kaup á stórverslanakeðjunni Somerfield. Forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, reynir nú að draga úr þeim skaða sem Baugsmálið gæti valdið félaginu. Breskir fjölmiðlar birtu í dag fréttir þess efnis að þau félög sem standa að kauptilboði í Somerfield ásamt Baugi, hafa hótað að hætta við tilboð sín, ef Baugur dregur sig ekki út úr hópnum. Ástæðan er yfirvofandi dómsmál á hendur forsvarsmanna Baugs. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, vísaði þessu á bug í samtali við fréttastofu í dag. Sagði ekkert félaganna hafa sett fram slíkar kröfur við Baugsmenn. Samkvæmt heimildum Financial Times munu félögin óttast að málið hafi slæm áhrif og að Baugur kunni að eiga í erfiðleikum með að tryggja stuðning banka við kaupin, vegna ákæranna. Blaðamenn The Guardian taka enn dýpra í árinni og undrast af hverju Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hafi ekki þegar dregið sig út úr kaupendahópnum í Somerfield og telja fullvíst að Baugur verði ekki í hópnum til lengdar. Sjálfur segir Jón Ásgeir að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka, farið yfir stöðu mála og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé að forða félaginu frá frekara tjóni. Þá sagðist hann enn ekki hafa fengið öll gögn ákæruvaldsins í Baugsmálinu og því vildi hann ekki afhenda fjölmiðlum ákæruna. Ætla má að öllum sakborningunum sex í Baugsmálinu hafi nú verið birt ákæra. Í samtali við fréttastofu sagðist Jóhannes Jónsson stjórnarmaður í Baugi gera ráð fyrir að fá ákæruna í hendur í dag, en þó ekki bíða eftir henni sem jólapakka. Lögmenn hans færu yfir málið, en sjálfur myndi hann áfram einbeita sér að því að selja kjötfars. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Breskir fjölmiðlar telja að ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þýði að félagið neyðist til að draga sig út úr hópi fjárfesta sem hyggjast festa kaup á stórverslanakeðjunni Somerfield. Forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, reynir nú að draga úr þeim skaða sem Baugsmálið gæti valdið félaginu. Breskir fjölmiðlar birtu í dag fréttir þess efnis að þau félög sem standa að kauptilboði í Somerfield ásamt Baugi, hafa hótað að hætta við tilboð sín, ef Baugur dregur sig ekki út úr hópnum. Ástæðan er yfirvofandi dómsmál á hendur forsvarsmanna Baugs. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, vísaði þessu á bug í samtali við fréttastofu í dag. Sagði ekkert félaganna hafa sett fram slíkar kröfur við Baugsmenn. Samkvæmt heimildum Financial Times munu félögin óttast að málið hafi slæm áhrif og að Baugur kunni að eiga í erfiðleikum með að tryggja stuðning banka við kaupin, vegna ákæranna. Blaðamenn The Guardian taka enn dýpra í árinni og undrast af hverju Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hafi ekki þegar dregið sig út úr kaupendahópnum í Somerfield og telja fullvíst að Baugur verði ekki í hópnum til lengdar. Sjálfur segir Jón Ásgeir að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka, farið yfir stöðu mála og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé að forða félaginu frá frekara tjóni. Þá sagðist hann enn ekki hafa fengið öll gögn ákæruvaldsins í Baugsmálinu og því vildi hann ekki afhenda fjölmiðlum ákæruna. Ætla má að öllum sakborningunum sex í Baugsmálinu hafi nú verið birt ákæra. Í samtali við fréttastofu sagðist Jóhannes Jónsson stjórnarmaður í Baugi gera ráð fyrir að fá ákæruna í hendur í dag, en þó ekki bíða eftir henni sem jólapakka. Lögmenn hans færu yfir málið, en sjálfur myndi hann áfram einbeita sér að því að selja kjötfars.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira