Innlent

Líðan eftir atvikum góð

Fólkið sem lenti í gassprengingunni í Reykhólasveit um helgina liggur á lýtalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og verður þar áfram um óákveðinn tíma. Að sögn Jens Kjartanssonar, yfirlæknis á lýtalækningadeildinni, er líðan fólksins eftir atvikum og segir hann að betur hafi farið en á horfðist. Hann segir að bæði séu þau með fyrsta og annars stigs bruna en öll meðferð gangi enn sem komið er samkvæmt áætlun. Jens segir að enn sé of snemmt að segja til um hvenær fólkið getur farið heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×