Biðjast ekki afsökunar Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 21:23 Svandís Svavarsdóttir tók við sem formaður Vinstri grænna í fyrrahaust, nokkrum mánuðum eftir að Katrín Jakobsdóttir hafði vikið sér úr ríkisstjórninni til að sækjast eftir forsetaembættinu. Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Vinstri græn héldu flokksráðsfund í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Tæplega hundrað manns mættu á fundinn í dag en flokkurinn missti verulegt fylgi síðustu ár á meðan hann sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Ríkisstjórnin var samkvæmt könnunum óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga síðustu vikurnar áður en Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit endanlega samstarfinu. Engin stjórnarflokkanna kom vel út úr stjórnarsamstarfinu, VG allra verst. Flokkurinn mældist síðast með 4,2 prósenta fylgi og hefur vissulega bætt við sig frá síðustu kosningum þegar hann fékk undir 2,5 prósent atkvæða. Hann kæmist samt ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Á fundinum í dag lögðu nokkrir flokksmenn fram ályktun sem fól í sér að flokksráðið „bæðist afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar“. Vísir hefur ályktunina undir höndum en hún var felld. Eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið á kjósendum VG voru breytingar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, og síðar Bjarna Benediktssonar, hrundu í gegn á útlendingalögum, einkum á lögum um flóttamenn. Einn varaþingmaður sagði sig úr flokknum árið 2023 eftir að frumvarp Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Ályktun sem VG felldi á flokksráðsfundi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs biðst afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar. Harmar flokksráð jafnframt að ekki hafi náðst meiri árangur gegn orðræðunni um svokölluð „útlendingavandamál“. Hún hefur skapað frjóan jarðveg fyrir hægri öfgastefnu og vaxandi andúð í garð fólks á flótta. Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar. Flokksráð hvetur hreyfinguna til að sækja í eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið traust rödd fyrir þennan hóp. Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Gísli Garðarsson, Bjarni Þóroddsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir lögðu fram ályktunina. Ekki liggur fyrir með hversu mörgum atkvæðum ályktunin var felld en þar sagði enn fremur að orðræða um „útlendingavandamál“ hafi skapað frjóan jarðveg fyrir „öfgastefnur“ og „vaxandi andúð í garð fólks á flótta“. Enn fremur þyrfti VG að axla ábyrgð á sínum þætti í því. „Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar.“ Hefði tillagan verið samþykkt hefði flokksráð hvatt hreyfinguna til að líta til eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið „traust rödd“ fyrir þann hóp. „Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum,“ segir þar að lokum. Vert er að nefna að þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem skipa núverandi ríkisstjórn ásamt Flokki fólksins, kusu gegn breytingunum á sínum tíma en formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að margar af þeim breytingum sem núverandi ríkisstjórn boðar séu úr smiðju fyrri ríkisstjórnar. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem herti meðal annars á fjölskyldusameiningum í samræmi við lög á Norðurlöndunum, var einnig samþykkt sumarið 2024, þegar VG-liða höfðu látið sjálfstæðismönnum forsætisráðuneytið í té þegar Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til forseta í maí 2024 en tapaði á endanum. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu útgáfu af ályktuninni sem var felld. Vinstri græn Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Vinstri græn héldu flokksráðsfund í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Tæplega hundrað manns mættu á fundinn í dag en flokkurinn missti verulegt fylgi síðustu ár á meðan hann sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Ríkisstjórnin var samkvæmt könnunum óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga síðustu vikurnar áður en Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit endanlega samstarfinu. Engin stjórnarflokkanna kom vel út úr stjórnarsamstarfinu, VG allra verst. Flokkurinn mældist síðast með 4,2 prósenta fylgi og hefur vissulega bætt við sig frá síðustu kosningum þegar hann fékk undir 2,5 prósent atkvæða. Hann kæmist samt ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Á fundinum í dag lögðu nokkrir flokksmenn fram ályktun sem fól í sér að flokksráðið „bæðist afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar“. Vísir hefur ályktunina undir höndum en hún var felld. Eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið á kjósendum VG voru breytingar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, og síðar Bjarna Benediktssonar, hrundu í gegn á útlendingalögum, einkum á lögum um flóttamenn. Einn varaþingmaður sagði sig úr flokknum árið 2023 eftir að frumvarp Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Ályktun sem VG felldi á flokksráðsfundi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs biðst afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar. Harmar flokksráð jafnframt að ekki hafi náðst meiri árangur gegn orðræðunni um svokölluð „útlendingavandamál“. Hún hefur skapað frjóan jarðveg fyrir hægri öfgastefnu og vaxandi andúð í garð fólks á flótta. Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar. Flokksráð hvetur hreyfinguna til að sækja í eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið traust rödd fyrir þennan hóp. Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Gísli Garðarsson, Bjarni Þóroddsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir lögðu fram ályktunina. Ekki liggur fyrir með hversu mörgum atkvæðum ályktunin var felld en þar sagði enn fremur að orðræða um „útlendingavandamál“ hafi skapað frjóan jarðveg fyrir „öfgastefnur“ og „vaxandi andúð í garð fólks á flótta“. Enn fremur þyrfti VG að axla ábyrgð á sínum þætti í því. „Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar.“ Hefði tillagan verið samþykkt hefði flokksráð hvatt hreyfinguna til að líta til eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið „traust rödd“ fyrir þann hóp. „Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum,“ segir þar að lokum. Vert er að nefna að þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem skipa núverandi ríkisstjórn ásamt Flokki fólksins, kusu gegn breytingunum á sínum tíma en formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að margar af þeim breytingum sem núverandi ríkisstjórn boðar séu úr smiðju fyrri ríkisstjórnar. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem herti meðal annars á fjölskyldusameiningum í samræmi við lög á Norðurlöndunum, var einnig samþykkt sumarið 2024, þegar VG-liða höfðu látið sjálfstæðismönnum forsætisráðuneytið í té þegar Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til forseta í maí 2024 en tapaði á endanum. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu útgáfu af ályktuninni sem var felld.
Ályktun sem VG felldi á flokksráðsfundi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs biðst afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar. Harmar flokksráð jafnframt að ekki hafi náðst meiri árangur gegn orðræðunni um svokölluð „útlendingavandamál“. Hún hefur skapað frjóan jarðveg fyrir hægri öfgastefnu og vaxandi andúð í garð fólks á flótta. Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar. Flokksráð hvetur hreyfinguna til að sækja í eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið traust rödd fyrir þennan hóp. Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Gísli Garðarsson, Bjarni Þóroddsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir lögðu fram ályktunina.
Vinstri græn Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira