Innlent

Líkleitinni hætt án árangurs

Hætt hefur verið leit að líki sem tilkynnt var að hafi sést við Gullinbrú í Reykjavík. Fjölmennt lið úr röðum slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita leitaði líksins fram yfir miðnætti í fyrrinótt án árangurs. Að sögn lögreglu verður leitin ekki hafin að nýju nema eitthvað nýtt komi fram í málinu. Þegar mest var tóku sex bátar, þrír kafarahópar, landlið frá björgunarsveitinni og þyrla þátt í leitinni. Landliðið gekk fjörurnar á meðan bátarnir könnuðu yfirborð sjávarins og kafarar leituðu á botni Grafarvogsins. Engin merki fundust um lík en mikill straumur er á þessum stað þannig ekki er talið útilokað að líkið hafi skolast til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×