Innlent

Á forsíðu Berlingske

Mynd af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group, birtist á forsíðu Berlingske Tidende í Danmörku í gær með fyrirsögninni: "Eigandi Magasin ákærður fyrir blekkingar og skattsvik." Í viðskiptahluta blaðsins var greint frá nýbirtum ákærum á hendur forsvarsmönnum Baugs og einnig sagt frá fyrirhugaðri málsókn fyrirtækisins á hendur íslenska ríkinu. Að auki er greint frá meintu mútutilboði Jóns Ásgeirs til Davíðs Oddssonar. Þá er til umfjöllunar greinargerð Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors og fullyrðingar Baugsmanna um að pólitískar ofsóknir á hendur fyrirtækinu hafi orðið til að það hrökklaðist út úr kaupunum á Arcadia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×