Innlent

Gassprenging í tjaldvagni

Roskin hjón brenndust á höndum og andliti þegar gaskútur sprakk inni í tjaldvagni, sem þau voru í skammt frá Bjarkarlundi í Reykhólasveit í gærkvöldi. Svo vel vildi til að hjúkrunafræðingur var í grenndinni og gat komið þeim strax til hjálpar og kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja fólkið til Reykjavíkur. Þyrlan lenti með hina slösuðu við Borgarspítalann klukkan hálf tvö í nótt þar sem það gekkst þá þegar undir aðgerð. Í ljós kom áð áverkar voru ekki eins alvarlegir og talið var í fyrstu og hafa hjónin nú verið flutt af Slysadeild yfir á brunadeild spítalans. Lögreglan á Patreksfirði rannsakar nú orsakir þess að kúturinn sprakk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×