Innlent

Uppstilling á R-lista

Framsóknarmenn og Vinstri grænir í samráðshópi R-listans segja boltann vera hjá Samfylkingunni hvað varðar framhald viðræðna um uppstillingu á framboðslista. Tillögur sem framsóknarmenn lögðu fram í gær fóru ekki vel í samfylkingarmenn. Í tillögum Framsóknarflokksins var gert ráð fyrir að samfylkgin og Vinstri grænir fengju þrjá menn hvor og Framsóknarflokkur tvo og Samfylking fengi borgarstjóraembættið. Í seinni tillögunni var gert ráð fyrir að Samfylkingin fengi fjóra menn, Framsókn tvo og Vinstri grænir tvo, auk borgarstjórastólsins. Báðar tillögurnar féllu í grýttan jarðveg hjá Samfylkingunni samkvæmt heimildum fréttastofu. Vinstri grænir vildu hinsvegar ræða fyrri tillöguna. Fulltrúi Framsóknarmanna, Þorlákur Björnsson, í samráðshópi R-listans, segir stöðu viðræðnanna í bið. Viðræðurnar haldi áfram og að flokkarnir séu að koma fram með sínar ýtrustu kröfur. Hann segir einnig að þrátt fyrir að Framsókn hafi mæst með litið fylgi þá eigi þeir fullt erindi í samstarf á jafnræðisgrundvelli við aðra flokka í R-listanum. Hann sagði einnig að öðrum flokkum hefðu ekki þótt tillögurnar ásættanlegar en séu þó að skoða málin. Heimildarmenn innan Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sem fréttastofan hefur rætt við segja að ef ekki náist samkomulag á næstunni þá sé samstarfsvilji R-lista flokkanna brostinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×