Innlent

Þristinum flogið aftur til útlanda

DC-3 flugvélin Páll Sveinsson heldur í dag af stað í hringflug til Bretlands og Norðurlanda þaðan sem hann snýr aftur til Íslands. Flugið er farið til að minnast þess að í ár eru sextíu ár liðin síðan farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa. Þristurinn leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 8.30. Allir áhugamenn um flug og flugsögu eru velkomnir til að vera viðstaddir brottförina sem verður Loftleiðahótelsmegin á Reykjavíkurflugvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×