Innlent

Viðræður hefjast í dag

Viðræður um kostnaðarskiptingu vegna framtíðarvarnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag. Viðræðurnar fara fram í Washington. James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í viðtali um helgina að Bandaríkjamenn væru þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að axla meiri hluta af kostnaði við reksturinn en nú er. Hann ítrekaði hins vegar að nú yrði einungis tekist á um kostnaðarskiptingu, ekki framtíðarfyrirkomulag herstöðvarinnar. Ekki fengust frekari upplýsingar um fyrirkomulag viðræðnanna, hvorki frá íslenska sendiráðinu í Washington né utanríkisráðuneytinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×