Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2026 09:33 Conor Bradley situr meiddur á vellinum en Gabriel Martinelli er mjög ósáttur með hann. Getty/Marc Atkins Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, sagðist vera „innilega miður sín“ fyrir að hafa ýtt Conor Bradley út af vellinum í leik Arsenal og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Martinelli sagðist enn fremur hafa beðið alvarlega meiddan varnarmann Liverpool afsökunar í einrúmi. Martinelli kastaði boltanum í Bradley og hrinti honum þar sem hann lá á grasinu undir lok 0-0 jafnteflisins á Emirates á fimmtudaginn. „Til skammar“ Martinelli fékk gult spjald fyrir atvikið sem vakti reiði leikmanna Liverpool. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, kallaði Martinelli „til skammar“ á Sky Sports. @gabriel.martinelli Til að bregðast við gagnrýninni birti Martinelli færslu á Instagram-reikningi sínum og skrifaði: „Við Conor höfum sent hvor öðrum skilaboð og ég hef þegar beðið hann afsökunar. Ég áttaði mig í raun ekki á því í hita leiksins að hann væri alvarlega meiddur,“ skrifaði Martinelli. Miður mín yfir viðbrögðum mínum „Ég vil segja að ég er innilega miður mín yfir viðbrögðum mínum. Sendi Conor aftur mínar bestu óskir um skjótan bata,“ skrifaði Martinelli. Áður en Martinelli birti færsluna á samfélagsmiðlum varði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, leikmann sinn. Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði Arteta: „Eins og ég þekki Gabi er hann ótrúlegur og yndislegur strákur og hann áttaði sig líklega ekki á því hvað gerðist. Ég vona að Conor sé heill heilsu, ég mun ræða við hann til að skilja þetta. Líklega áttaði (Martinelli) sig ekki á því hvað gerðist,“ sagði Arteta. „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley“ Bradley skaut í þverslána í fyrri hálfleik í spennuþrungnum leik en nú lítur út fyrir að hann verði frá keppni um nokkurt skeið. Look at what Reece James did to Gvardiol, and what Martinelli did to Bradley. That’s unsporting. Vile behaviour, pushing someone off the pitch when there’s a real risk/potential of a knee injury. Shame. pic.twitter.com/20FuarJUfg— Geronimo Morgans (@GeronimoMorgans) January 8, 2026 „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley. Ég veit það ekki enn en hann þurfti að fara af velli á sjúkrabörum. Við verðum að bíða eftir myndatökunni til að sjá hvort þetta sé svo slæmt,“ sagði Arne Slot, stjóri Liverpool. Um viðbrögð Martinelli sagði Slot: „Ég þekki ekki Gabriel Martinelli en hann virkar eins og góður strákur.“ „Vandinn í fótbolta almennt er að það er svo mikil tímasóun og leikmenn þykjast vera meiddir að það getur pirrað mann að halda að leikmaður sé að tefja,“ sagði Slot. Ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt „Það er ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt á 94. mínútu. Ég er hundrað prósent viss um að ef hann hefði vitað hversu alvarleg meiðslin gætu verið, hefði hann aldrei gert þetta,“ sagði Slot. Jafntefli Arsenal gegn Liverpool kemur þeim sex stigum á undan Manchester City. Ríkjandi meistarar eru 14 stigum á eftir skyttunum. Enski boltinn Arsenal FC Liverpool FC Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Martinelli sagðist enn fremur hafa beðið alvarlega meiddan varnarmann Liverpool afsökunar í einrúmi. Martinelli kastaði boltanum í Bradley og hrinti honum þar sem hann lá á grasinu undir lok 0-0 jafnteflisins á Emirates á fimmtudaginn. „Til skammar“ Martinelli fékk gult spjald fyrir atvikið sem vakti reiði leikmanna Liverpool. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, kallaði Martinelli „til skammar“ á Sky Sports. @gabriel.martinelli Til að bregðast við gagnrýninni birti Martinelli færslu á Instagram-reikningi sínum og skrifaði: „Við Conor höfum sent hvor öðrum skilaboð og ég hef þegar beðið hann afsökunar. Ég áttaði mig í raun ekki á því í hita leiksins að hann væri alvarlega meiddur,“ skrifaði Martinelli. Miður mín yfir viðbrögðum mínum „Ég vil segja að ég er innilega miður mín yfir viðbrögðum mínum. Sendi Conor aftur mínar bestu óskir um skjótan bata,“ skrifaði Martinelli. Áður en Martinelli birti færsluna á samfélagsmiðlum varði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, leikmann sinn. Á blaðamannafundi eftir leikinn sagði Arteta: „Eins og ég þekki Gabi er hann ótrúlegur og yndislegur strákur og hann áttaði sig líklega ekki á því hvað gerðist. Ég vona að Conor sé heill heilsu, ég mun ræða við hann til að skilja þetta. Líklega áttaði (Martinelli) sig ekki á því hvað gerðist,“ sagði Arteta. „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley“ Bradley skaut í þverslána í fyrri hálfleik í spennuþrungnum leik en nú lítur út fyrir að hann verði frá keppni um nokkurt skeið. Look at what Reece James did to Gvardiol, and what Martinelli did to Bradley. That’s unsporting. Vile behaviour, pushing someone off the pitch when there’s a real risk/potential of a knee injury. Shame. pic.twitter.com/20FuarJUfg— Geronimo Morgans (@GeronimoMorgans) January 8, 2026 „Ég óttast það versta fyrir Conor Bradley. Ég veit það ekki enn en hann þurfti að fara af velli á sjúkrabörum. Við verðum að bíða eftir myndatökunni til að sjá hvort þetta sé svo slæmt,“ sagði Arne Slot, stjóri Liverpool. Um viðbrögð Martinelli sagði Slot: „Ég þekki ekki Gabriel Martinelli en hann virkar eins og góður strákur.“ „Vandinn í fótbolta almennt er að það er svo mikil tímasóun og leikmenn þykjast vera meiddir að það getur pirrað mann að halda að leikmaður sé að tefja,“ sagði Slot. Ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt „Það er ekki hægt að ætlast til þess að Martinelli hugsi svo skýrt á 94. mínútu. Ég er hundrað prósent viss um að ef hann hefði vitað hversu alvarleg meiðslin gætu verið, hefði hann aldrei gert þetta,“ sagði Slot. Jafntefli Arsenal gegn Liverpool kemur þeim sex stigum á undan Manchester City. Ríkjandi meistarar eru 14 stigum á eftir skyttunum.
Enski boltinn Arsenal FC Liverpool FC Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti