Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 15:30 Cristian Romero var heitt í hamsi eftir leikinn en hér reynir liðsfélagi hans Guglielmo Vicario að róa hann niður í leik. Getty/Marc Atkins Cristian Romero, fyrirliði Tottenham, var allt annað en sáttur með stjórnendur félagsins sem kom fram í harðorðri færslu á samfélagsmiðlum, sem nú hefur verið breytt. Romero setti þetta inn eftir svekkjandi 3-2 tap liðsins gegn Bournemouth í gærkvöldi. Spurs tapaði sínum áttunda leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu á Vitality-leikvanginum í gær eftir að Antoine Semenyo skoraði sigurmark á síðustu stundu. Það þýðir að lið Thomas Frank situr núna í fjórtánda sæti deildarinnar. „Til að segja nokkrar lygar“ Eftir leikinn birti Romero langa yfirlýsingu þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar – en sagði einnig að „annað fólk“ ætti að stíga fram og tjá sig og að það „léti aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar.“ Cristian Romero has appeared to criticise the Tottenham Hotspur hierarchy, accusing “other people” at the club of not speaking out during their poor run of form and telling a “few lies” when things were going better on the pitch.The club captain posted on social media after the… pic.twitter.com/Y26LNRds1i— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2026 Færslunni var breytt stuttu síðar og setningunni um „lygar“ var eytt. ESPN segir frá. „Bið alla stuðningsmenn sem fylgja okkur hvert sem er afsökunar, sem eru alltaf til staðar og munu halda því áfram,“ skrifaði Romero. „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því“ „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því. Ég er sá fyrsti til að taka þá ábyrgð. Við munum halda áfram að takast á við þetta og reyna að snúa stöðunni við, fyrir okkur sjálfa og fyrir félagið,“ skrifaði Romero. „Á tímum sem þessum ætti annað fólk að stíga fram og tjá sig, en það gerir það ekki – eins og hefur verið raunin í nokkur ár. Það lætur aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar,“ skrifaði Romero. Hluti af fótboltanum að þegja „Við verðum hér, vinnum, stöndum saman og gefum allt í þetta til að snúa hlutunum við. Sérstaklega á tímum sem þessum er það hluti af fótboltanum að þegja, leggja harðar að sér og halda áfram saman. Allt saman verður þetta auðveldara,“ skrifaði Romero. Ólga var eftir lokaflautið á miðvikudag þar sem varnarmönnunum Micky van de Ven, João Palhinha og Pedro Porro, samherjum Romero, lenti saman við stuðningsmenn sem höfðu ferðast með liðinu. Spurs captain Romero in fiery 'lies' post after lossTottenham captain Cristian Romero appeared to accuse the club's hierarchy of "lies" in a fiery, now-edited social media post following the defeat to Bournemouth.https://t.co/LPI8WDVlk2— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 8, 2026 Enski boltinn Tottenham Hotspur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Romero setti þetta inn eftir svekkjandi 3-2 tap liðsins gegn Bournemouth í gærkvöldi. Spurs tapaði sínum áttunda leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu á Vitality-leikvanginum í gær eftir að Antoine Semenyo skoraði sigurmark á síðustu stundu. Það þýðir að lið Thomas Frank situr núna í fjórtánda sæti deildarinnar. „Til að segja nokkrar lygar“ Eftir leikinn birti Romero langa yfirlýsingu þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar – en sagði einnig að „annað fólk“ ætti að stíga fram og tjá sig og að það „léti aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar.“ Cristian Romero has appeared to criticise the Tottenham Hotspur hierarchy, accusing “other people” at the club of not speaking out during their poor run of form and telling a “few lies” when things were going better on the pitch.The club captain posted on social media after the… pic.twitter.com/Y26LNRds1i— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2026 Færslunni var breytt stuttu síðar og setningunni um „lygar“ var eytt. ESPN segir frá. „Bið alla stuðningsmenn sem fylgja okkur hvert sem er afsökunar, sem eru alltaf til staðar og munu halda því áfram,“ skrifaði Romero. „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því“ „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því. Ég er sá fyrsti til að taka þá ábyrgð. Við munum halda áfram að takast á við þetta og reyna að snúa stöðunni við, fyrir okkur sjálfa og fyrir félagið,“ skrifaði Romero. „Á tímum sem þessum ætti annað fólk að stíga fram og tjá sig, en það gerir það ekki – eins og hefur verið raunin í nokkur ár. Það lætur aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar,“ skrifaði Romero. Hluti af fótboltanum að þegja „Við verðum hér, vinnum, stöndum saman og gefum allt í þetta til að snúa hlutunum við. Sérstaklega á tímum sem þessum er það hluti af fótboltanum að þegja, leggja harðar að sér og halda áfram saman. Allt saman verður þetta auðveldara,“ skrifaði Romero. Ólga var eftir lokaflautið á miðvikudag þar sem varnarmönnunum Micky van de Ven, João Palhinha og Pedro Porro, samherjum Romero, lenti saman við stuðningsmenn sem höfðu ferðast með liðinu. Spurs captain Romero in fiery 'lies' post after lossTottenham captain Cristian Romero appeared to accuse the club's hierarchy of "lies" in a fiery, now-edited social media post following the defeat to Bournemouth.https://t.co/LPI8WDVlk2— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 8, 2026
Enski boltinn Tottenham Hotspur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira