Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 15:30 Cristian Romero var heitt í hamsi eftir leikinn en hér reynir liðsfélagi hans Guglielmo Vicario að róa hann niður í leik. Getty/Marc Atkins Cristian Romero, fyrirliði Tottenham, var allt annað en sáttur með stjórnendur félagsins sem kom fram í harðorðri færslu á samfélagsmiðlum, sem nú hefur verið breytt. Romero setti þetta inn eftir svekkjandi 3-2 tap liðsins gegn Bournemouth í gærkvöldi. Spurs tapaði sínum áttunda leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu á Vitality-leikvanginum í gær eftir að Antoine Semenyo skoraði sigurmark á síðustu stundu. Það þýðir að lið Thomas Frank situr núna í fjórtánda sæti deildarinnar. „Til að segja nokkrar lygar“ Eftir leikinn birti Romero langa yfirlýsingu þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar – en sagði einnig að „annað fólk“ ætti að stíga fram og tjá sig og að það „léti aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar.“ Cristian Romero has appeared to criticise the Tottenham Hotspur hierarchy, accusing “other people” at the club of not speaking out during their poor run of form and telling a “few lies” when things were going better on the pitch.The club captain posted on social media after the… pic.twitter.com/Y26LNRds1i— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2026 Færslunni var breytt stuttu síðar og setningunni um „lygar“ var eytt. ESPN segir frá. „Bið alla stuðningsmenn sem fylgja okkur hvert sem er afsökunar, sem eru alltaf til staðar og munu halda því áfram,“ skrifaði Romero. „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því“ „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því. Ég er sá fyrsti til að taka þá ábyrgð. Við munum halda áfram að takast á við þetta og reyna að snúa stöðunni við, fyrir okkur sjálfa og fyrir félagið,“ skrifaði Romero. „Á tímum sem þessum ætti annað fólk að stíga fram og tjá sig, en það gerir það ekki – eins og hefur verið raunin í nokkur ár. Það lætur aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar,“ skrifaði Romero. Hluti af fótboltanum að þegja „Við verðum hér, vinnum, stöndum saman og gefum allt í þetta til að snúa hlutunum við. Sérstaklega á tímum sem þessum er það hluti af fótboltanum að þegja, leggja harðar að sér og halda áfram saman. Allt saman verður þetta auðveldara,“ skrifaði Romero. Ólga var eftir lokaflautið á miðvikudag þar sem varnarmönnunum Micky van de Ven, João Palhinha og Pedro Porro, samherjum Romero, lenti saman við stuðningsmenn sem höfðu ferðast með liðinu. Spurs captain Romero in fiery 'lies' post after lossTottenham captain Cristian Romero appeared to accuse the club's hierarchy of "lies" in a fiery, now-edited social media post following the defeat to Bournemouth.https://t.co/LPI8WDVlk2— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 8, 2026 Enski boltinn Tottenham Hotspur Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Romero setti þetta inn eftir svekkjandi 3-2 tap liðsins gegn Bournemouth í gærkvöldi. Spurs tapaði sínum áttunda leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu á Vitality-leikvanginum í gær eftir að Antoine Semenyo skoraði sigurmark á síðustu stundu. Það þýðir að lið Thomas Frank situr núna í fjórtánda sæti deildarinnar. „Til að segja nokkrar lygar“ Eftir leikinn birti Romero langa yfirlýsingu þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar – en sagði einnig að „annað fólk“ ætti að stíga fram og tjá sig og að það „léti aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar.“ Cristian Romero has appeared to criticise the Tottenham Hotspur hierarchy, accusing “other people” at the club of not speaking out during their poor run of form and telling a “few lies” when things were going better on the pitch.The club captain posted on social media after the… pic.twitter.com/Y26LNRds1i— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2026 Færslunni var breytt stuttu síðar og setningunni um „lygar“ var eytt. ESPN segir frá. „Bið alla stuðningsmenn sem fylgja okkur hvert sem er afsökunar, sem eru alltaf til staðar og munu halda því áfram,“ skrifaði Romero. „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því“ „Við berum ábyrgðina, það er enginn vafi á því. Ég er sá fyrsti til að taka þá ábyrgð. Við munum halda áfram að takast á við þetta og reyna að snúa stöðunni við, fyrir okkur sjálfa og fyrir félagið,“ skrifaði Romero. „Á tímum sem þessum ætti annað fólk að stíga fram og tjá sig, en það gerir það ekki – eins og hefur verið raunin í nokkur ár. Það lætur aðeins sjá sig þegar vel gengur, til að segja nokkrar lygar,“ skrifaði Romero. Hluti af fótboltanum að þegja „Við verðum hér, vinnum, stöndum saman og gefum allt í þetta til að snúa hlutunum við. Sérstaklega á tímum sem þessum er það hluti af fótboltanum að þegja, leggja harðar að sér og halda áfram saman. Allt saman verður þetta auðveldara,“ skrifaði Romero. Ólga var eftir lokaflautið á miðvikudag þar sem varnarmönnunum Micky van de Ven, João Palhinha og Pedro Porro, samherjum Romero, lenti saman við stuðningsmenn sem höfðu ferðast með liðinu. Spurs captain Romero in fiery 'lies' post after lossTottenham captain Cristian Romero appeared to accuse the club's hierarchy of "lies" in a fiery, now-edited social media post following the defeat to Bournemouth.https://t.co/LPI8WDVlk2— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 8, 2026
Enski boltinn Tottenham Hotspur Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti