„Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2026 06:43 Maduro var fluttur með þyrlu til Manhattan, þar sem hann var leiddur fyrir dómara. Getty/GC Images/Star Max/XNY Nicolás Maduro óskaði viðstöddum gleðilegs nýs árs þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í gær. Þá sagði hann að honum hefði verið rænt á heimili sínu og að hann væri stríðsfangi. Bæði hann og eiginkona hans, Cilia Flores, sögðust saklaus af þeim ákærum sem þau sæta í Bandaríkjunum. Maduro var í fótajárnum þegar hann var leiddur inn í dómsalinn, þar sem hann sagði „Gleðilegt ár!“ á ensku áður en hann settist niður. Flores var leidd inn stuttu síðar en hún var með tvo plástra á andlitinu. Bæði settu á sig heyrnatól til að hlusta á túlk snúa því sem fram fór úr ensku yfir á spænsku. Dómarinn Alvin Hellerstein bauð Maduro góðan dag og las síðan upp ákærurnar sem lagðar hafa verið fram á hendur Maduro og Flores. Maduro hristi höfuðið á meðan en staðfesti aðspurður að hann væri Nicolás Maduro Moros, forseti Venesúela. „Ég er hér, eftir að hafa verið rænt 3. janúar. Ég var tekinn á heimili mínu,“ sagði Maduro. Dómarinn áréttaði að sakborningurinn fengi tækifæri seinna til að gera grein fyrir atburðum og spurði aftur hvort hann væri sannarlega Nicolás Maduro Moros. Maduro sagðist bæði saklaus og ekki ábyrgur. „Ekki ábyrg, algjörlega saklaus,“ sagði Flores. Maduro óskaði eftir því að fá að hafa punkta sem hann hafði tekið niður með sér og þá fóru lögmenn hjónanna fram á að þau fengju læknisaðstoð. Lögmenn Flores sögðu hana hafa hlotið ýmsa áverka í aðgerðum Bandaríkjamanna, meðal annars mögulegt rifbeinsbrot. Þegar fyrirtökunni lauk hrópaði einn viðstaddra að Maduro væri ekki lögmætur forseti. „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ svaraði Maduro. Bandaríkin Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Maduro var í fótajárnum þegar hann var leiddur inn í dómsalinn, þar sem hann sagði „Gleðilegt ár!“ á ensku áður en hann settist niður. Flores var leidd inn stuttu síðar en hún var með tvo plástra á andlitinu. Bæði settu á sig heyrnatól til að hlusta á túlk snúa því sem fram fór úr ensku yfir á spænsku. Dómarinn Alvin Hellerstein bauð Maduro góðan dag og las síðan upp ákærurnar sem lagðar hafa verið fram á hendur Maduro og Flores. Maduro hristi höfuðið á meðan en staðfesti aðspurður að hann væri Nicolás Maduro Moros, forseti Venesúela. „Ég er hér, eftir að hafa verið rænt 3. janúar. Ég var tekinn á heimili mínu,“ sagði Maduro. Dómarinn áréttaði að sakborningurinn fengi tækifæri seinna til að gera grein fyrir atburðum og spurði aftur hvort hann væri sannarlega Nicolás Maduro Moros. Maduro sagðist bæði saklaus og ekki ábyrgur. „Ekki ábyrg, algjörlega saklaus,“ sagði Flores. Maduro óskaði eftir því að fá að hafa punkta sem hann hafði tekið niður með sér og þá fóru lögmenn hjónanna fram á að þau fengju læknisaðstoð. Lögmenn Flores sögðu hana hafa hlotið ýmsa áverka í aðgerðum Bandaríkjamanna, meðal annars mögulegt rifbeinsbrot. Þegar fyrirtökunni lauk hrópaði einn viðstaddra að Maduro væri ekki lögmætur forseti. „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ svaraði Maduro.
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira