„Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2026 23:03 Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, er ekki að takast að koma sínu liði í lang og tvö jafntefli í fyrstu leikjum ársins er eitt dæmið um það. Getty/Liverpool FC/ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var vonsvikinn eftir að Liverpool missti frá sér sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag með því að fá á sig jöfnunarmark á sjöundu mínútu uppbótartímans. „Ef leikurinn hefði endað 1-1 hefði ég kannski samt verið vonsvikinn, en þegar þú ert 2-1 yfir í uppbótartíma og færð svo á þig mark sem jafnar í 2-2, þá erum við vonsviknir með úrslitin,“ sagði Arne Slot í samtali við BBC Match of the Day, eftir leikinn. „Þetta var ótrúlegt skot“ „Þetta var ótrúlegt skot. Þegar staðan var 1-1 gerðum við sóknarsinnaða skiptingu með Chiesa til að reyna að vinna leikinn og komumst svo 2-1 yfir og þurftum að verjast löngu innkasti. Við settum Gomez inn á því hann er mjög góður í loftinu en þeir tóku ekki langt innkast, þeir tóku það stutt, og þetta var ótrúlegt skot. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem við fáum á okkur mark á síðustu sekúndum leiksins,“ sagði Slot. Höfum misst svo mörg stig „Við höfum misst svo mörg stig. Auðvitað er það svekkjandi. Það er líka svekkjandi að fyrsta færi þeirra í leiknum fari inn, það er heldur ekki í fyrsta sinn. Svo fengu þeir annað færi þegar Alisson var kominn út úr markinu og þeir vippuðu boltanum í slána,“ sagði Slot. „Að öðru leyti finnst mér það nokkuð gott þegar þú spilar á útivelli og gefur varla færi á þér. Það var ekki eins og við hefðum skapað færi á færi ofan, það var ekki staðan, en rétt áður en þeir skoruðu og komust í 1-0 fengum við svipað færi þar sem við vorum nálægt,“ sagði Slot. Reitt okkur á heppni allt tímabilið „Í hvert einasta skipti er það bara ekki nóg. Við höfum reitt okkur á heppni og óheppni allt tímabilið og það er eitthvað sem við verðum að bæta. Við verðum að bæta okkur þannig að skot á síðustu mínútu leiði ekki strax til þess að við missum stig. Það er það sem við erum að reyna að gera en höfum ekki náð enn,“ sagði Slot. Ættu að fá umbun endrum og sinnum „Mér líkaði seinni hálfleikurinn okkar betur en sá fyrri. Við stjórnuðum leiknum og vorum nokkrum sinnum nálægt, auðvitað viltu alltaf meira,“ sagði Slot. „Það er það sem við sýndum í seinni hálfleik; tvö mörk dæmd af, skot í slá, eitt mark, það er helst það sem þú vilt sjá þegar svo margir sóknarmenn eru fjarverandi. Strákarnir ættu að fá umbun endrum og sinnum en við fáum hana ekki og enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt,“ sagði Slot. Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Ef leikurinn hefði endað 1-1 hefði ég kannski samt verið vonsvikinn, en þegar þú ert 2-1 yfir í uppbótartíma og færð svo á þig mark sem jafnar í 2-2, þá erum við vonsviknir með úrslitin,“ sagði Arne Slot í samtali við BBC Match of the Day, eftir leikinn. „Þetta var ótrúlegt skot“ „Þetta var ótrúlegt skot. Þegar staðan var 1-1 gerðum við sóknarsinnaða skiptingu með Chiesa til að reyna að vinna leikinn og komumst svo 2-1 yfir og þurftum að verjast löngu innkasti. Við settum Gomez inn á því hann er mjög góður í loftinu en þeir tóku ekki langt innkast, þeir tóku það stutt, og þetta var ótrúlegt skot. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem við fáum á okkur mark á síðustu sekúndum leiksins,“ sagði Slot. Höfum misst svo mörg stig „Við höfum misst svo mörg stig. Auðvitað er það svekkjandi. Það er líka svekkjandi að fyrsta færi þeirra í leiknum fari inn, það er heldur ekki í fyrsta sinn. Svo fengu þeir annað færi þegar Alisson var kominn út úr markinu og þeir vippuðu boltanum í slána,“ sagði Slot. „Að öðru leyti finnst mér það nokkuð gott þegar þú spilar á útivelli og gefur varla færi á þér. Það var ekki eins og við hefðum skapað færi á færi ofan, það var ekki staðan, en rétt áður en þeir skoruðu og komust í 1-0 fengum við svipað færi þar sem við vorum nálægt,“ sagði Slot. Reitt okkur á heppni allt tímabilið „Í hvert einasta skipti er það bara ekki nóg. Við höfum reitt okkur á heppni og óheppni allt tímabilið og það er eitthvað sem við verðum að bæta. Við verðum að bæta okkur þannig að skot á síðustu mínútu leiði ekki strax til þess að við missum stig. Það er það sem við erum að reyna að gera en höfum ekki náð enn,“ sagði Slot. Ættu að fá umbun endrum og sinnum „Mér líkaði seinni hálfleikurinn okkar betur en sá fyrri. Við stjórnuðum leiknum og vorum nokkrum sinnum nálægt, auðvitað viltu alltaf meira,“ sagði Slot. „Það er það sem við sýndum í seinni hálfleik; tvö mörk dæmd af, skot í slá, eitt mark, það er helst það sem þú vilt sjá þegar svo margir sóknarmenn eru fjarverandi. Strákarnir ættu að fá umbun endrum og sinnum en við fáum hana ekki og enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt,“ sagði Slot.
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira