Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2026 19:32 Enzo Fernandez fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Chelsea á móti Manchester City á Etihad-leikvanginum en það kom í uppbótartíma. Getty/Shaun Botterill Manchester City mistókst að minnka forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark í uppbótartíma í 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli sínum. Stjóralaust Chelsea-lið mætti til Manchester og tók stig af liði sem þurfti svo nauðsynlega á þremur stigum að halda. Chelsea er kannski ekki með knattspyrnustjóra en það er ekkert að keppnisskapinu. Liðið var frábært í seinni hálfleik, eftir að Callum McFarlane skipti yfir í þriggja manna vörn, og átti jöfnunarmarkið fyllilega skilið. Enzo Fernandez skoraði jöfnunarmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar leit ekki út fyrir annað en heimasigur. Áfram með sex stiga forskot Arsenal heldur því sex stiga forskoti á toppnum en City er með jafnmörg stig og Aston Villa í öðru og þriðja sæti. Hollendingurinn Tijjani Reijnders skoraði fyrsta mark leiksins þremur mínútum fyrir hálfleik. Arsenal byrjaði daginn sjö stigum á undan City og því var afar mikilvægt fyrir liðið að vinna í kvöld og missa toppliðið ekki of langt frá sér. Sex stigum munar nú á liðunum og Arsenal-menn geta fagnað þessum úrslitum. Góðar síðustu tíu mínútur Leikurinn var afar daufur framan af en góður kafli City-manna á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks færðu liðinu markið. Sending sem var ætluð Erling Haaland barst til baka til Tijjani Reijnders, sem færði boltann yfir á vinstri fótinn og þrumaði honum upp í þaknetið. Mjög góð afgreiðsla hjá þeim hollenska og hans fimmta deildarmark á tímabilinu. Chelsea er stjóralaust eftir að Enzo Maresca hætti með liðið fyrir helgi en Calum McFarlane, þjálfari U21-liðsins, stýrði liðinu í leiknum í kvöld. Endurskipulagði liðið í hálfleik Hann náði að endurskipuleggja liðið í hálfleik og það var allt annað að sjá Chelsea-menn í seinni hálfleiknum. Erling Haaland lék líka í kvöld þriðja deildarleikinn í röð án þess að skora og eftir nítján mörk í fyrstu sautján leikjunum þá vekur það athygli. Góð frammistaða Chelsea skilaði loksins marki í blálokin. Mato Gusto kom með frábæra, lága fyrirgjöf frá hægri sem breytti lítillega um stefnu af Nathan Ake og berst til Enzo Fernandez á fjærstönginni. Fékk þrjár tilraunir Hann hittir ekki boltann í fyrstu tilraun, Gigi Donnarumma ver skot hans í annarri tilraun, en Argentínumaðurinn setur svo þriðju tilraunina í neðra hornið. Leikmenn Man City stóðu eftir með hendur í mjöðm, Donnarumma er á hnjánum. Þeir hafa kastað þessu frá sér og vonbrigði knattspyrnustjórans Pep Guardiola fóru ekki fram hjá neinum. Enski boltinn Manchester City Chelsea FC
Manchester City mistókst að minnka forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark í uppbótartíma í 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli sínum. Stjóralaust Chelsea-lið mætti til Manchester og tók stig af liði sem þurfti svo nauðsynlega á þremur stigum að halda. Chelsea er kannski ekki með knattspyrnustjóra en það er ekkert að keppnisskapinu. Liðið var frábært í seinni hálfleik, eftir að Callum McFarlane skipti yfir í þriggja manna vörn, og átti jöfnunarmarkið fyllilega skilið. Enzo Fernandez skoraði jöfnunarmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar leit ekki út fyrir annað en heimasigur. Áfram með sex stiga forskot Arsenal heldur því sex stiga forskoti á toppnum en City er með jafnmörg stig og Aston Villa í öðru og þriðja sæti. Hollendingurinn Tijjani Reijnders skoraði fyrsta mark leiksins þremur mínútum fyrir hálfleik. Arsenal byrjaði daginn sjö stigum á undan City og því var afar mikilvægt fyrir liðið að vinna í kvöld og missa toppliðið ekki of langt frá sér. Sex stigum munar nú á liðunum og Arsenal-menn geta fagnað þessum úrslitum. Góðar síðustu tíu mínútur Leikurinn var afar daufur framan af en góður kafli City-manna á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks færðu liðinu markið. Sending sem var ætluð Erling Haaland barst til baka til Tijjani Reijnders, sem færði boltann yfir á vinstri fótinn og þrumaði honum upp í þaknetið. Mjög góð afgreiðsla hjá þeim hollenska og hans fimmta deildarmark á tímabilinu. Chelsea er stjóralaust eftir að Enzo Maresca hætti með liðið fyrir helgi en Calum McFarlane, þjálfari U21-liðsins, stýrði liðinu í leiknum í kvöld. Endurskipulagði liðið í hálfleik Hann náði að endurskipuleggja liðið í hálfleik og það var allt annað að sjá Chelsea-menn í seinni hálfleiknum. Erling Haaland lék líka í kvöld þriðja deildarleikinn í röð án þess að skora og eftir nítján mörk í fyrstu sautján leikjunum þá vekur það athygli. Góð frammistaða Chelsea skilaði loksins marki í blálokin. Mato Gusto kom með frábæra, lága fyrirgjöf frá hægri sem breytti lítillega um stefnu af Nathan Ake og berst til Enzo Fernandez á fjærstönginni. Fékk þrjár tilraunir Hann hittir ekki boltann í fyrstu tilraun, Gigi Donnarumma ver skot hans í annarri tilraun, en Argentínumaðurinn setur svo þriðju tilraunina í neðra hornið. Leikmenn Man City stóðu eftir með hendur í mjöðm, Donnarumma er á hnjánum. Þeir hafa kastað þessu frá sér og vonbrigði knattspyrnustjórans Pep Guardiola fóru ekki fram hjá neinum.