Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Sunna Sæmundsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. desember 2025 21:06 Landsmenn tóku víða forskot á sæluna í kvöld og sprengdu flugelda. Hjálparsveit skáta í Kópavogi stóð til að mynda fyrir flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þoku yfir höfuðborgarsvæðinu í dag skýrast af óvenjulegri vindátt, vestan- og norðvestanvindi. „Loftið er frekar milt, svo kólnar það við snertinguna við hafflötina og þá myndast þessi þoka í þunnu lagi. Hún kemur og fer, svolítið óútreiknanleg,“ sagði Einar í kvöldfréttum. Hann reiknar með áframhaldandi vestanátt á morgun en útlit sé fyrir að vindáttin snúist til norðvestan- og norðanáttar á gamlársdag með tilheyrandi köldu lofti úr norðri. „Einhver él verða nú norðaustanlands en annars ætti færðin milli landshluta að verða ágæt eins og hefur verið frá því fyrir jól.“ Hugsanlega heiður himinn á gamlárskvöld Einar spáir hægum vindi vestanlands og segir útlit fyrir að léttskýjað, jafnvel heiðríkja, verði suðvestanlands. „Blika spáir því að það verði einn metri á sekúndu á miðnætti og hiti alveg um frostmark. En fyrir norðan og austan er orðið kaldara, aðeins meiri vindur, komið dálítið frost en ekki veður til trafala.“ Þannig að flugeldar ættu að sjást vel, en hvernig er með mengun sem fylgir? „Það er best að ganga hægt um gleðinnar dyr í þeim efnum. Það hefur ansi oft verið algengt undanfarin áramót að mengunin hefur viljað safnast upp í loftinu og verið hægur vindur. Við fylgjum þeirri reglu núna, allavega á höfuðborgarsvæðinu.“ Einhver hreyfing ætti þrátt fyrir það að vera á lofti. Sem fyrr segir hefur desembermánuður verið einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga en landsmet í desember féll á aðfangadagskvöld þegar hiti mældist 19,8 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands féll fjöldi hitameta á árinu, enda einkenndist árið af miklum hlýindum. Tíðarfar mánaðarins og ársins verður formlega tekið saman á nýju ári en fyrir liggur að árið verður að öllum líkindum það hlýjasta í 180 ár í Stykkishólmi og á fleiri stöðum. Meðal hitameta árið 2025 eru eftirfarandi met. Hlýjasti maí á landsvísu og á langflestum veðurstöðvum frá upphafi mælinga. Hitabylgja í maí (13.-22. maí ) er sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Hlýjasta vor (apríl og maí) sem skráð hefur verið á landsvísu. Hlýjasti júlí á landsvísu frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember. Áramót Veður Loftgæði Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þoku yfir höfuðborgarsvæðinu í dag skýrast af óvenjulegri vindátt, vestan- og norðvestanvindi. „Loftið er frekar milt, svo kólnar það við snertinguna við hafflötina og þá myndast þessi þoka í þunnu lagi. Hún kemur og fer, svolítið óútreiknanleg,“ sagði Einar í kvöldfréttum. Hann reiknar með áframhaldandi vestanátt á morgun en útlit sé fyrir að vindáttin snúist til norðvestan- og norðanáttar á gamlársdag með tilheyrandi köldu lofti úr norðri. „Einhver él verða nú norðaustanlands en annars ætti færðin milli landshluta að verða ágæt eins og hefur verið frá því fyrir jól.“ Hugsanlega heiður himinn á gamlárskvöld Einar spáir hægum vindi vestanlands og segir útlit fyrir að léttskýjað, jafnvel heiðríkja, verði suðvestanlands. „Blika spáir því að það verði einn metri á sekúndu á miðnætti og hiti alveg um frostmark. En fyrir norðan og austan er orðið kaldara, aðeins meiri vindur, komið dálítið frost en ekki veður til trafala.“ Þannig að flugeldar ættu að sjást vel, en hvernig er með mengun sem fylgir? „Það er best að ganga hægt um gleðinnar dyr í þeim efnum. Það hefur ansi oft verið algengt undanfarin áramót að mengunin hefur viljað safnast upp í loftinu og verið hægur vindur. Við fylgjum þeirri reglu núna, allavega á höfuðborgarsvæðinu.“ Einhver hreyfing ætti þrátt fyrir það að vera á lofti. Sem fyrr segir hefur desembermánuður verið einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga en landsmet í desember féll á aðfangadagskvöld þegar hiti mældist 19,8 stig. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands féll fjöldi hitameta á árinu, enda einkenndist árið af miklum hlýindum. Tíðarfar mánaðarins og ársins verður formlega tekið saman á nýju ári en fyrir liggur að árið verður að öllum líkindum það hlýjasta í 180 ár í Stykkishólmi og á fleiri stöðum. Meðal hitameta árið 2025 eru eftirfarandi met. Hlýjasti maí á landsvísu og á langflestum veðurstöðvum frá upphafi mælinga. Hitabylgja í maí (13.-22. maí ) er sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Hlýjasta vor (apríl og maí) sem skráð hefur verið á landsvísu. Hlýjasti júlí á landsvísu frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. Nýtt landsmet í desember: 19,8 stig á Seyðisfirði 24. desember.
Áramót Veður Loftgæði Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Sjá meira