Loftgæði

Fréttamynd

Hlut­fall fínasta svifryksins á­berandi hátt á ný­árs­nótt

Síðustu klukkustundir ársins 2025 og fyrstu klukkustundir ársins 2026 var svifryksmengun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að áberandi hafi verið hversu hátt hlutfall fínasta svifryksins var af því svifryki sem mældist á gamlárskvöld og nýársnótt. Svifryk fór yfir sólarhringsheilsuverndarmörk PM10 í þremur af fimm mælistöðvum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit

Sala björgunarsveita á flugeldum gekk mjög vel þessi áramótin. Fólk hafi almennt farið varlega við að skjóta þeim upp, en nokkrir leituðu á bráðamóttöku með áverka á augum. Loftgæði eru aftur komin í lag eftir mengaða nýársnótt. 

Innlent
Fréttamynd

Loft­gæði mæld í Breið­holti - í fyrsta sinn í 12 ár

Í fyrsta sinn í tólf ár er gæði loftsins vöktuð í Breiðholti. Það er gott að vita til þess að núna geta íbúar, foreldra, forsvarsfólk íþróttafélaga og skólastofna í Breiðholti fylgjast með gæðum andrúmsloftsins í rauntíma með sérstaklega þegar ef loftgæðin fara úr grænu á rautt.

Skoðun
Fréttamynd

„Við bara svo­lítið sitjum uppi með þetta“

Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Spáin fyrir gaml­árs­kvöld að teiknast upp

Einn hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga er nú brátt að baki en búist er við frosti á nýju ári. Veðurfræðingur ræddi veðurspá gamlárskvölds í beinni útsendingu í kvöldfréttum. 

Veður
Fréttamynd

Þetta gúggluðu Ís­lendingar á árinu

Gera má ráð fyrir að leitarhegðun Íslendinga á Google-leitarvélinni sé ákveðin endurspeglun á því hvað gerðist á árinu en á topp tíu listanum yfir vinsælustu leitirnar má finna bandarískan áhrifavald, fyrrverandi forseta, raðmorðingja og Afríkuríki. Tæknirisinn Google tók saman það sem Íslendingar leituðu helst að í leitarvélinni á árinu.

Lífið
Fréttamynd

Gott sé að draga úr notkun einka­bílsins í dag og næstu daga

Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. 

Innlent
Fréttamynd

Loft­gæði verði á­fram slæm

Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Loft­mengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum

Loftmengun í Delí á Indlandi mælist nú 30 sinnum meiri en öryggisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Yfirvöld hafa fyrirskipað skólum að taka um fjarkennslu og þá hefur ýmis starfsemi verið takmörkuð.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á nýju eld­gosi meiri í seinni hluta septem­ber

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Í dag hafa um sex til sjö milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi sem hófst í júlí. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að gert sé ráð fyrir að þegar um 12 milljónir rúmmetrar hafi safnast saman aukist líkurnar á nýjum atburði.

Innlent
Fréttamynd

Enn má búast við gosmóðu þó eld­gosinu sé lokið í bili

Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok.

Innlent
Fréttamynd

Búast við gasi á höfuð­borgar­svæðinu og Akra­nesi

Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi ferða­manna slíkur að rotþróin ræður ekki við það

Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð

Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess.

Innlent
Fréttamynd

Gosmóðan fýkur á brott

Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Loft­gæði mun betri á höfuð­borgar­svæðinu

Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds.

Innlent
Fréttamynd

Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga

Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf ekki al­veg að halda sig innan­dyra“

Mælt er með því að takmarka mikla áreynslu utandyra vegna talsverðrar gasmengunar sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu það sem af er dagi. Lungnalæknir segir að hraust fólk yfir tvítugu þurfi ekki að hafa áhyggjur af menguninni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki eitur­gas“

Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna.

Innlent
Fréttamynd

Móðan gæti orðið lang­vinn

Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir.

Innlent