Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Atli Ísleifsson skrifar 26. desember 2025 08:28 Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti segir að samtöl fulltrúa Úkraínustjórnar við erindreka Bandaríkjanna á síðustu dögum hafi verið góð. AP Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. Þetta segir Selenskí í færslu á X sem hann birti í morgun. Þar segir hann að Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, hafi upplýst sig um síðustu fundi sína með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. „ Við sóum ekki einum einasta degi. Við höfum sammælst um fund á æðsta stigi – með Trump forseta í náinni framtíð. Margt getur ráðist áður en nýtt ár gengur í garð,“ segir forsetinn úkraínski í færslunni. Umerov hefur á síðustu dögum fundað bæði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Trump í málefnum Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en tæp fjögur ár eru brátt liðin síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Í frétt BBC segir að Selenskí hafi sjálfur átt um klukkustundarlangt símtal við þá Witkoff og Kushner þar sem varpað hafi verið fram nýjum hugmyndum, ramma og tímasetningum um hvernig væri hægt að stíga skrefi nær friði. Rustem Umerov reported on his latest contacts with the American side. We are not losing a single day. We have agreed on a meeting at the highest level – with President Trump in the near future. A lot can be decided before the New Year. Glory to Ukraine!— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 26, 2025 Selenskí hafði áður kynnt uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída, en nokkrar vikur eru nú liðnar síðan Witkoff kynnti frumdrög áætlunarinnar. Upphafleg drög sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra þar sem í þeim var að stærstum hluta fallist á kröfur Rússa um að úkraínski herinn myndi hörfa frá þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar höfðu náð á sitt vald og voru drögin í raun talin fela í sér uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússlandi. Selenskí sagði að hin uppfærðu drög fælu meðal annars í sér öryggistryggingar frá Bandaríkjunum, Nato og Evrópuríkjum um samhæfð, hernaðarleg viðbrögð ef Rússland myndi ráðast á Úkraínu á nýjan leik. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Þetta segir Selenskí í færslu á X sem hann birti í morgun. Þar segir hann að Rustem Umerov, forseti þjóðaröryggisráðs Úkraínu, hafi upplýst sig um síðustu fundi sína með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. „ Við sóum ekki einum einasta degi. Við höfum sammælst um fund á æðsta stigi – með Trump forseta í náinni framtíð. Margt getur ráðist áður en nýtt ár gengur í garð,“ segir forsetinn úkraínski í færslunni. Umerov hefur á síðustu dögum fundað bæði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Trump í málefnum Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, um leiðir til að binda enda á stríðið í Úkraínu, en tæp fjögur ár eru brátt liðin síðan Rússar hófu innrás sína í landið. Í frétt BBC segir að Selenskí hafi sjálfur átt um klukkustundarlangt símtal við þá Witkoff og Kushner þar sem varpað hafi verið fram nýjum hugmyndum, ramma og tímasetningum um hvernig væri hægt að stíga skrefi nær friði. Rustem Umerov reported on his latest contacts with the American side. We are not losing a single day. We have agreed on a meeting at the highest level – with President Trump in the near future. A lot can be decided before the New Year. Glory to Ukraine!— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) December 26, 2025 Selenskí hafði áður kynnt uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída, en nokkrar vikur eru nú liðnar síðan Witkoff kynnti frumdrög áætlunarinnar. Upphafleg drög sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra þar sem í þeim var að stærstum hluta fallist á kröfur Rússa um að úkraínski herinn myndi hörfa frá þeim úkraínsku landsvæðum sem Rússar höfðu náð á sitt vald og voru drögin í raun talin fela í sér uppgjöf Úkraínu gagnvart Rússlandi. Selenskí sagði að hin uppfærðu drög fælu meðal annars í sér öryggistryggingar frá Bandaríkjunum, Nato og Evrópuríkjum um samhæfð, hernaðarleg viðbrögð ef Rússland myndi ráðast á Úkraínu á nýjan leik.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila