Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 25. desember 2025 10:01 Arnór Ingvi var frábær með landsliðinu árið 2024 en hefur verið í minna hlutverki í ár. Getty/David Balogh Arnór Ingvi Traustason segist átta sig á því að landsliðsferli hans með Íslandi gæti verið lokið vegna skipta hans heim til KR frá Norrköping í Svíþjóð. Hann sé þó ávallt klár, komi kallið. Arnór Ingvi tekur nýtt skref í sínu lífi með því að loka atvinnumannaferli sínum til tólf ára er hann semur við KR út árið 2028. Arnór er 32 ára gamall og var ekki í landsliðshópi Íslands í síðasta verkefni en hefur þó leikið á þessu ári, undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Athygli hefur vakið að Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki fengið að spila fyrir landsliðið eftir skipti hans hingað heim í Bestu deildina og því vert að spyrja Arnór hvort hann sé mögulega að loka landsliðsferlinum, samhliða atvinnumannaferlinum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því. En ég hafði ekki verið valinn í síðustu nokkur skipti. Ég átti smá spjall við Arnar (Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara), ekki sérstaklega fyrir þessa ákvörðun, heldur áður,“ segir Arnór Ingvi sem er með margt annað í huga en landsliðið við þá ákvörðun að koma heim og semja við KR. „En ég er meira að hugsa um sjálfan mig akkúrat núna og sé að við eigum fullt af ungum og geggjuðum fótboltamönnum í minni stöðu sem hafa spilað síðustu tvo glugga. Ég hugsaði meira út í sjálfan mig (heldur en landsliðið) við þessa ákvörðun.“ „Ef kallið kemur er ég klár. Ég er ekki að búast við því. En ég loka aldrei dyrunum á landsliðið,“ segir Arnór Ingvi. Hann nefnir unga leikmenn í hans stöðu en þeir hafa einnig haldið áðurnefndum Gylfa Þór utan hópsins. Miðja Íslands er sérlega vel mönnuð þar sem Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa hvað helst heillað. „Það er bara geðveikt. Ég hef fengið að vera með þeim í nokkur ár í landsliðinu. Þeir eru svo góðir í fótbolta og eiga svo margt og mikið inni líka. Ég er ekki ósáttur ef þeir fá að spila fyrir Íslands hönd en ekki ég. Og þetta lið, það er eitthvað gott í vændum,“ segir Arnór Ingvi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Rætt er um landsliðið þegar tæplega átta mínútur eru liðnar á viðtalið. KR Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Arnór Ingvi tekur nýtt skref í sínu lífi með því að loka atvinnumannaferli sínum til tólf ára er hann semur við KR út árið 2028. Arnór er 32 ára gamall og var ekki í landsliðshópi Íslands í síðasta verkefni en hefur þó leikið á þessu ári, undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Athygli hefur vakið að Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki fengið að spila fyrir landsliðið eftir skipti hans hingað heim í Bestu deildina og því vert að spyrja Arnór hvort hann sé mögulega að loka landsliðsferlinum, samhliða atvinnumannaferlinum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því. En ég hafði ekki verið valinn í síðustu nokkur skipti. Ég átti smá spjall við Arnar (Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara), ekki sérstaklega fyrir þessa ákvörðun, heldur áður,“ segir Arnór Ingvi sem er með margt annað í huga en landsliðið við þá ákvörðun að koma heim og semja við KR. „En ég er meira að hugsa um sjálfan mig akkúrat núna og sé að við eigum fullt af ungum og geggjuðum fótboltamönnum í minni stöðu sem hafa spilað síðustu tvo glugga. Ég hugsaði meira út í sjálfan mig (heldur en landsliðið) við þessa ákvörðun.“ „Ef kallið kemur er ég klár. Ég er ekki að búast við því. En ég loka aldrei dyrunum á landsliðið,“ segir Arnór Ingvi. Hann nefnir unga leikmenn í hans stöðu en þeir hafa einnig haldið áðurnefndum Gylfa Þór utan hópsins. Miðja Íslands er sérlega vel mönnuð þar sem Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa hvað helst heillað. „Það er bara geðveikt. Ég hef fengið að vera með þeim í nokkur ár í landsliðinu. Þeir eru svo góðir í fótbolta og eiga svo margt og mikið inni líka. Ég er ekki ósáttur ef þeir fá að spila fyrir Íslands hönd en ekki ég. Og þetta lið, það er eitthvað gott í vændum,“ segir Arnór Ingvi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Rætt er um landsliðið þegar tæplega átta mínútur eru liðnar á viðtalið.
KR Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira