Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Valur Páll Eiríksson skrifar 24. desember 2025 13:00 Sean Dyche var léttur á blaðamannafundi, að venju. Getty/James Gill Sean Dyche, þjálfari Nottingham Forest, fór mikinn á blaðamannafundi í gær í aðdraganda leiks hans manna við Manchester City næsta laugardag. Dyche tekst á við Pep Guardiola og Manchester City eftir þrjá daga en misjafnt er hvernig undirbúningi er háttað í kringum hátíðarnar. Guardiola veitti jólafrí og er haldinn til Barcelona að fagna jólum með fjölskyldu sinni. Leikmenn fá frí en þurfa að fara varlega í jólamatinn samkvæmt Guardiola. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag voru leikmenn City vigtaðir fyrir frí og verða vegnir á ný eftir jólafrí. „Um leið og þeir koma eftir þriggja daga frí vil ég sjá hvernig þeir koma til baka. Þeir mega borða en ég vil hafa stjórn á þeim,“ sagði Pep Guardiola. „Ímyndaðu þér leikmann sem er í fullkomnu formi núna en kemur svo þremur kílóum þyngri til baka. Sá hinn sami verður eftir í Manchester, hann mun ekki ferðast til Nottingham Forest,“ sagði Guardiola. Á að vigta Guardiola líka? Dyche var spurður út í ummæli og aðferðir Guardiola. Hann svaraði á léttu nótunum. „Ætlar Pep sjálfur að stíga vigtina? Haldið þið það?“ spurði Dyche léttur. „Leikmennirnir þurfa einfaldlega að beita almennri skynsemi. Það skiptir mig engu þó þeir borði jólamat. Af hverju ekki?“ Come for Sean Dyche's take on weighing players over Christmas ⚖️🎄Stay for his impression of legendary Forest manager Brian Clough 🗣️💬 pic.twitter.com/JAyWA13HnE— Match of the Day (@BBCMOTD) December 23, 2025 „Við munum hvetja þá til að njóta dagsins. Þeir fá frí en vera skynsamir. Þeir eiga allir að vita hvað þeir eiga að borða, hvenær og hvernig á að hugsa um sig, þurfa góðan svefn og allt það,“ sagði Dyche á blaðamannafundi í gær. Clough yrði ekki yfir sig hrifinn Hann var þá spurður um hvað Brian Clough heitnum, goðsögn hjá Forest sem stýrði liðinu frá 1975 til 1993, myndi finnast um aðferðir Guardiola. Dyche dustaði þá rykið af frægri eftirhermu, en hann vakti athygli á blaðamannafundi þegar hann lék eftir Clough stuttu eftir að hann tók við Forest-liðinu. „Þetta er það sem þú vildir, er það ekki?“ sagði Dyche léttur og blaðamaður í salnum jánkaði. Eftirhermuna og ummælin má sjá í spilaranum. Enski boltinn yfir hátíðarnar Föstudagur 26. desember 19:40 Manchester United – Newcastle (Sýn Sport) Laugardagur 27. desember 12:10 Nottingham Forest – Manchester City (Sýn Sport) 14:40 Doc Zone (Sýn Sport) 14:40 Liverpool – Wolves (Sýn Sport 2) 14:40 Arsenal – Brighton (Sýn Sport 3) 14:40 Brentford – Bournemouth (Sýn Sport 4) 14:50 West Ham – Fulham (Sýn Sport 5) 14:50 Burnley – Everton (Sýn Sport 6) 17:05 Laugardagsmörkin (Sýn Sport) 17:20 Chelsea – Aston Villa (Sýn Sport) Sunnudagur 28. desember 13:40 Sunderland – Leeds (Sýn Sport) 16:10 Crystal Palace – Tottenham (Sýn Sport) 18:35 Sunnudagsmessan (Sýn Sport) Mánudagur 29. desember 21:00 VARsjáin (Sýn Sport) Þriðjudagur 30. desember 19:15 Doc Zone (Sýn Sport) 19:15 Chelsea – Bournemouth (Sýn Sport 4) 19:15 Nottingham Forest – Everton (Sýn Sport 5) 19:20 Burnley – Newcastle (Sýn Sport 6) 19:20 West Ham – Brighton (Sýn Sport Ísland 2) 19:55 Manchester United – Wolves (Sýn Sport 2) 19:55 Arsenal – Aston Villa (Sýn Sport 3) 22:25 Þriðjudagsmörkin (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 1. janúar 17:10 Liverpool – Leeds (Sýn Sport) 17:10 Crystal Palace – Fulham 19:40 Brentford – Tottenham 19:40 Sunderland – Manchester City Enski boltinn Nottingham Forest Manchester City Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Dyche tekst á við Pep Guardiola og Manchester City eftir þrjá daga en misjafnt er hvernig undirbúningi er háttað í kringum hátíðarnar. Guardiola veitti jólafrí og er haldinn til Barcelona að fagna jólum með fjölskyldu sinni. Leikmenn fá frí en þurfa að fara varlega í jólamatinn samkvæmt Guardiola. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag voru leikmenn City vigtaðir fyrir frí og verða vegnir á ný eftir jólafrí. „Um leið og þeir koma eftir þriggja daga frí vil ég sjá hvernig þeir koma til baka. Þeir mega borða en ég vil hafa stjórn á þeim,“ sagði Pep Guardiola. „Ímyndaðu þér leikmann sem er í fullkomnu formi núna en kemur svo þremur kílóum þyngri til baka. Sá hinn sami verður eftir í Manchester, hann mun ekki ferðast til Nottingham Forest,“ sagði Guardiola. Á að vigta Guardiola líka? Dyche var spurður út í ummæli og aðferðir Guardiola. Hann svaraði á léttu nótunum. „Ætlar Pep sjálfur að stíga vigtina? Haldið þið það?“ spurði Dyche léttur. „Leikmennirnir þurfa einfaldlega að beita almennri skynsemi. Það skiptir mig engu þó þeir borði jólamat. Af hverju ekki?“ Come for Sean Dyche's take on weighing players over Christmas ⚖️🎄Stay for his impression of legendary Forest manager Brian Clough 🗣️💬 pic.twitter.com/JAyWA13HnE— Match of the Day (@BBCMOTD) December 23, 2025 „Við munum hvetja þá til að njóta dagsins. Þeir fá frí en vera skynsamir. Þeir eiga allir að vita hvað þeir eiga að borða, hvenær og hvernig á að hugsa um sig, þurfa góðan svefn og allt það,“ sagði Dyche á blaðamannafundi í gær. Clough yrði ekki yfir sig hrifinn Hann var þá spurður um hvað Brian Clough heitnum, goðsögn hjá Forest sem stýrði liðinu frá 1975 til 1993, myndi finnast um aðferðir Guardiola. Dyche dustaði þá rykið af frægri eftirhermu, en hann vakti athygli á blaðamannafundi þegar hann lék eftir Clough stuttu eftir að hann tók við Forest-liðinu. „Þetta er það sem þú vildir, er það ekki?“ sagði Dyche léttur og blaðamaður í salnum jánkaði. Eftirhermuna og ummælin má sjá í spilaranum. Enski boltinn yfir hátíðarnar Föstudagur 26. desember 19:40 Manchester United – Newcastle (Sýn Sport) Laugardagur 27. desember 12:10 Nottingham Forest – Manchester City (Sýn Sport) 14:40 Doc Zone (Sýn Sport) 14:40 Liverpool – Wolves (Sýn Sport 2) 14:40 Arsenal – Brighton (Sýn Sport 3) 14:40 Brentford – Bournemouth (Sýn Sport 4) 14:50 West Ham – Fulham (Sýn Sport 5) 14:50 Burnley – Everton (Sýn Sport 6) 17:05 Laugardagsmörkin (Sýn Sport) 17:20 Chelsea – Aston Villa (Sýn Sport) Sunnudagur 28. desember 13:40 Sunderland – Leeds (Sýn Sport) 16:10 Crystal Palace – Tottenham (Sýn Sport) 18:35 Sunnudagsmessan (Sýn Sport) Mánudagur 29. desember 21:00 VARsjáin (Sýn Sport) Þriðjudagur 30. desember 19:15 Doc Zone (Sýn Sport) 19:15 Chelsea – Bournemouth (Sýn Sport 4) 19:15 Nottingham Forest – Everton (Sýn Sport 5) 19:20 Burnley – Newcastle (Sýn Sport 6) 19:20 West Ham – Brighton (Sýn Sport Ísland 2) 19:55 Manchester United – Wolves (Sýn Sport 2) 19:55 Arsenal – Aston Villa (Sýn Sport 3) 22:25 Þriðjudagsmörkin (Sýn Sport 2) Fimmtudagur 1. janúar 17:10 Liverpool – Leeds (Sýn Sport) 17:10 Crystal Palace – Fulham 19:40 Brentford – Tottenham 19:40 Sunderland – Manchester City
Enski boltinn Nottingham Forest Manchester City Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira