„Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2025 09:00 Manchester United v Bournemouth - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - DECEMBER 15: Matheus Cunha of Manchester United celebrates scoring a goal to make the score 4-3 with Amad during the Premier League match between Manchester United and Bournemouth at Old Trafford on December 15, 2025 in Manchester, England. (Photo by Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images) Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4 Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna. „Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher. „Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“ Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær. „Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher. Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins „Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“ United eins og þeir eiga að vera Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær. „Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher. „Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“ Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4 Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna. „Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher. „Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“ Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær. „Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher. Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins „Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“ United eins og þeir eiga að vera Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær. „Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher. „Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“ Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56
Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55