Enski boltinn

„Besta frammi­staða United undir stjórn Amorim“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United v Bournemouth - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - DECEMBER 15:  Matheus Cunha of Manchester United celebrates scoring a goal to make the score 4-3 with Amad during the Premier League match between Manchester United and Bournemouth at Old Trafford on December 15, 2025 in Manchester, England. (Photo by Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images)
Manchester United v Bournemouth - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - DECEMBER 15: Matheus Cunha of Manchester United celebrates scoring a goal to make the score 4-3 with Amad during the Premier League match between Manchester United and Bournemouth at Old Trafford on December 15, 2025 in Manchester, England. (Photo by Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images)

Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum.

United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok.

Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4

Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna.

„Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher.

„Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“

Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn

Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær.

„Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher.

Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins

„Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“

United eins og þeir eiga að vera

Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær.

„Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher.

„Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“

Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×