„Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2025 09:00 Manchester United v Bournemouth - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - DECEMBER 15: Matheus Cunha of Manchester United celebrates scoring a goal to make the score 4-3 with Amad during the Premier League match between Manchester United and Bournemouth at Old Trafford on December 15, 2025 in Manchester, England. (Photo by Richard Martin-Roberts - CameraSport via Getty Images) Þrátt fyrir að Manchester United hafi ekki tekist að vinna Bournemouth á heimavelli í gær hreifst Jamie Carragher af frammistöðu Rauðu djöflanna í leiknum. United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4 Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna. „Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher. „Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“ Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær. „Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher. Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins „Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“ United eins og þeir eiga að vera Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær. „Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher. „Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“ Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik á Old Trafford í gær. Heimamenn voru mikið mun betri í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Bournemouth skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en United náði forystunni aftur áður en Eli Junior Kroupi jafnaði í 4-4 átta mínútum fyrir leikslok. Klippa: Man. Utd. - Bournemouth 4-4 Carragher greindi leikinn í Monday Night Football á Sky Sports og hrósaði United-liðinu fyrir frammistöðuna. „Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn Amorims, sérstaklega í fyrri hálfleik, jafnvel frá fyrsta leik tímabilsins gegn Arsenal,“ sagði Carragher. „Manchester United voru frábærir fyrstu 25-30 mínúturnar. Þetta var nánast afturhvarf til tíma Sir Alex Ferguson; hraður sóknarbolti, leikmenn tóku kröftug hlaup fram á við, sýndu frumkvæði og voru snöggir að vinna boltann.“ Hjálpaði ekki að vera með unga varnarmenn Carragher sagði þó að United gæti gert mun betur í varnarleiknum en liðið gerði í gær. „Að halda hreinu er stórt vandamál fyrir þá. Þeir voru í vandræðum á báðum endum vallarins á síðasta tímabili. Eins og við fjölluðum um fyrir leik eru þeir að bæta sóknarleikinn og við sáum það í kvöld [í gær]. Mér fannst sóknarmenn Manchester United frábærir,“ sagði Carragher. Áhorfendur á Old Trafford fengu nóg fyrir peninginn í gær.getty/Marc Atkins „Þeir voru með marga unga varnarmenn í kvöld sem hjálpaði ekki. Ég hef verið í þessari stöðu. Oftar en ekki þegar þú gerir mistök sem ungur varnarmaður kostar það mark.“ United eins og þeir eiga að vera Carragher segir að United hafi fundið sitt einkenni á ný í leiknum í gær. „Jafnvel þótt þetta hafi endað 4-4 og Bournemouth hefði átt að vinna þetta í lokin var United mun betra liðið,“ sagði Carragher. „Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma, og sérstaklega undir stjórn Amorims, sem mér fannst ég horfa á United eins og United á að vera. Sókn eftir sókn, skyndisóknir og andstæðingurinn sogaðist inn í eigin vítateig fyrir framan Stretford End. Þeir áttu sér enga undankomuleið.“ Eftir leikinn í gær er United í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Aston Villa á Villa Park á sunnudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56 Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Þetta var skemmtilegur leikur fyrir alla heima,“ sagði Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-4 jafnteflið við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 15. desember 2025 22:56
Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Manchester United og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Old Trafford í kvöld, í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 15. desember 2025 21:55