Enski boltinn

Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Haaland og Phil Foden féllust í faðma og fögnuðu gegn Fulham í gærkvöld.
Erling Haaland og Phil Foden féllust í faðma og fögnuðu gegn Fulham í gærkvöld. Getty/Shaun Brooks

Manchester City minnkaði forskot Arsenal í tvö stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með 5-4 sigri á Fulham í London í gær. Mörkin úr leikjunum þremur í gærkvöld má nú sjá á Vísi.

Phil Foden skoraði laglega tvennu fyrir City, líkt og hinn nígeríski Samuel Chukwueze fyrir Fulham sem neitaði að gefast upp og var nálægt því að krækja í stig þrátt fyrir að lenda 5-1 undir.

Newcastle og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli þar sem jöfnunarmarkið var hjólhestaspyrna Cristian Romero seint í uppbótartíma.

Loks vann Everton 1-0 útisigur gegn Bournemouth þar sem Jack Grealish gerði sigurmarkið korteri fyrir leikslok.

Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þar sem sex leikir eru á dagskrá í kvöld. Allir verða í beinni á Sýn Sport.

Miðvikudagur 3. desember

  • 19:15 Doc Zone - allir leikirnir í beinni samtímis (Sýn Sport)
  • 19:30 Arsenal - Brentford (Sýn Sport 3)
  • 19:30 Brighton - Aston Villa (Sýn Sport 5)
  • 19:30 Burnley - Crystal Palace (Sýn Sport 6)
  • 19:30 Wolves - Nottingham Forest (Sýn Sport Ísland 3)
  • 20:15 Leeds - Chelsea (Sýn Sport 4)
  • 20:15 Liverpool - Sunderland (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 4. desember

  • 20:00 Manchester United - Everton (Sýn Sport)
  • 22:10 Big Ben (Sýn Sport)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×