Erlent

Í­huga að banna stjórn­málaflokkum að taka við raf­myntum

Kjartan Kjartansson skrifar
Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins sem hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Flokkrinn byrjaði nýverið að taka við rafmyntaframlögum.
Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins sem hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Flokkrinn byrjaði nýverið að taka við rafmyntaframlögum. Vísir/EPA

Bresk stjórnvöld eru sögð skoða að banna stjórnmálaflokkum að þiggja rafmyntir. Umbótaflokkur Nigels Farage, sem mælist stærstur í skoðanakönnunum, byrjaði að taka við styrkjum í sýndareignum fyrr á þessu ári.

Ekki var minnst á bann við rafmyntastyrkjum til stjórnmálaflokka í drögum bresku ríkisstjórnarinnar að nýjum kosningalögum sem hún hefur í smíðum. Heimildir blaðsins Politco herma aftur á móti að slíkt bann sé til skoðunar og ríkisstjórnin þrætir ekki fyrir þær fréttir.

Sérfræðingar í gagnsæi hafa lýst áhyggjum af því erfitt geti reynt að rekja uppruna fjárframlaga til flokka þegar rafmyntir eru í spilinu. Það gæti opnað glufu fyrir framlög frá erlendum aðilum sem bresk lög taka af með öllu. Einnig gæti ávinningur af glæpastarfsemi og peningaþvætti ratað í vasa stjórnmálamanna.

Farage, sem hefur lýst sjálfum sér sem einu von sýndareignaiðnaðarins í Bretlandi, byrjaði að taka við rafmyntum fyrr á þessu ári. Umbótaflokkur hans hefur sett upp eigin vefsíðu til að taka við slíkum framlögum og lofar stífu eftirliti til að koma í veg fyrir að hvers kyns misferli.

Notað af rússnesku leyniþjónustunni til að hlutast til í öðrum ríkjum

Auk þess að vera vinsælar hjá skipulögðum glæpasamtökum hafa rússnesk stjórnvöld og leyniþjónusta notað rafmyntir til þess að komast í kringum þvingunaraðgerðir og grafa undan stöðugleikja í öðrum ríkjum.

Fyrrverandi leiðtogi Umbótaflokks Farage í Wales og fyrrverandi Evrópuþingmaður Brexit-flokksins var nýlega dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja mútur til að tala máli Rússa á Evrópuþinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×