Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2025 14:50 Kash Patel og Alexis Wilkins, söngkona og kærasta hans. AP og Getty Kash Patel, umdeildur yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), hefur aftur vakið hneykslan vestanhafs eftir að hann sendi sérsveit lögreglumanna til að vernda kærustu sína. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að nota einkaþotu FBI til að heimsækja hana og fara á tónleika með henni. New York Times sagði frá því í morgun að þegar Alexis Wilkins, söngkona og kærasta Patels, var að flytja þjóðsöng Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, á ársfundi samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA) í vor, hafi Patel skipað sérsveitarmönnum FBI í Atlanta í Georgíu að verja hana. Tveir menn úr teyminu, sem eru sérstaklega þjálfaðir til að bregðast við viðburðum eins og skotárásum eða gíslatökum, fylgdu Wilkins á ársfundinn. Þeir komust þó fljótt að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu ekki að vera þarna og fóru aftur. Wilkins tók eftir því og í kjölfarið húðskammaði Patel yfirmann sérsveitarinnar. Samkvæmt NYT kvartaði Patel yfir því að Wilkins hefði verið svipt vernd sinni vegna ógnanna sem henni hafði borist á netinu. Sérsveitarmenn FBI hafa nokkrum sinnum verið fengnir til að vernda Wilkins, sem er 27 ára gömul og hefur verið í sambandi með Patel (45) í um þrjú ár. Hún er kántrísöngkona sem hefur orðið sífellt fyrirferðarmeiri innan MAGA-hreyfingarinnar vestanhafs. Sérsveitarmennirnir eru ekki þjálfaðir í verndarstörfum. Notar þotur FBI mikið í einkagjörðum Wall Street Journal sagði frá því fyrr í nóvember að á um níu mánuðum í starfi hefði Patel ítrekað verið gagnrýndur af bæði yfirmönnum sínum í dómsmálaráðuneytinu og starfsmönnum sínum í FBI. Þar hefur hann sagt upp fjölmörgum starfsmönnum sem ekki hafa þótt nægilega hliðhollir Trump. Sú grein var birt í kjölfar þess að Patel notaði flugvél FBI til að sækja glímuviðureign með Wilkins og fljúga svo aftur til Nashville, heim til hennar. Í kjölfarið fór hann svo til Texas í veiðiferð. Þetta vakti sérstaka reiði þar sem Hvíta húsið hafði löngu áður sagt embættismönnum að draga úr óþarfa ferðalögum. Umfangsmikil notkun Patels á kostnaðarsömum fríðindum sem fylgja embættinu er sögð hafa vakið spurningar innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, hvort notkunin fari yfir það sem eðlilegt getur talist. Til stendur að skera verulega niður hjá FBI. Patel hefur ítrekað notað einkaþotu embættisins til að ferðast í einkagjörðum, eins og til dæmis með því að fara í golfferð með vinum sínum til Skotlands í sumar. Hann notar flugvélarnar einnig reglulega til að fljúga frá Washington DC til Las Vegas, þar sem hann býr í rauninni, og til Nashville, þar sem Wilkins býr. Yfirmenn FBI eiga að ferðast í opinberum flugvélum þar sem þeir eiga að hafa aðgang að öruggum samskiptabúnaði. Það sé þó ekki algilt. Noti þeir flugvélarnar í persónulegum erindagjörðum, eiga þeir að greiða fyrir það upphæð sem samræmist almennum flugmiða. Það er mun minna en ferðin kostar í rauninni. FBI rekur tvær flugvélar. Eina Gulfstream einkaþotu og aðra af gerðinni Boeing 757. Vildi kyrrsetja sömu flugvélar áður en hann tók við Það að nota opinbera fjármuni til að vernda Wilkins á meðan hún sækir einkaviðburði eða heldur tónleika, hefur vakið sértaka athygli og verið gagnrýnt harðlega. Gagnrýnin hefur meðal annars komið frá hægri væng bandarískra stjórnmála, sem Patel tilheyrir. Í svari við fyrirspurnum blaðamanna NYT neitaði talsmaður Patels að veita nánari upplýsingar um ferðalög hans og Wilkins og þar á meðal um það hvað búið væri að verja miklu fé í öryggisgæslu handa henni. Hann sagði þá öryggisgæslu vera réttlætanlega vegna hótana sem hún hefði fengið og að Patel hefði varið sambærilega miklum peningum í ferðalög sín og forverar hans, þeir James Comey og Christopher A. Wray, hefðu gert. Áður en hann gekk til liðs við ríkisstjórn Trumps, var hann mjög gagnrýninn á það hvað Wray notaði opinberar þotur oft. Í viðtali árið 2023 gagnrýndi hann Wray með nafni og sagði það kosta ríkið fimmtán þúsund dali í hvert sinn sem einkaþotan tæki á loft. Réttast væri að kyrrsetja hana. „Bara hugmynd,“ sagði Patel. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Sjá meira
New York Times sagði frá því í morgun að þegar Alexis Wilkins, söngkona og kærasta Patels, var að flytja þjóðsöng Bandaríkjanna, Star-Spangled Banner, á ársfundi samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA) í vor, hafi Patel skipað sérsveitarmönnum FBI í Atlanta í Georgíu að verja hana. Tveir menn úr teyminu, sem eru sérstaklega þjálfaðir til að bregðast við viðburðum eins og skotárásum eða gíslatökum, fylgdu Wilkins á ársfundinn. Þeir komust þó fljótt að þeirri niðurstöðu að þeir þyrftu ekki að vera þarna og fóru aftur. Wilkins tók eftir því og í kjölfarið húðskammaði Patel yfirmann sérsveitarinnar. Samkvæmt NYT kvartaði Patel yfir því að Wilkins hefði verið svipt vernd sinni vegna ógnanna sem henni hafði borist á netinu. Sérsveitarmenn FBI hafa nokkrum sinnum verið fengnir til að vernda Wilkins, sem er 27 ára gömul og hefur verið í sambandi með Patel (45) í um þrjú ár. Hún er kántrísöngkona sem hefur orðið sífellt fyrirferðarmeiri innan MAGA-hreyfingarinnar vestanhafs. Sérsveitarmennirnir eru ekki þjálfaðir í verndarstörfum. Notar þotur FBI mikið í einkagjörðum Wall Street Journal sagði frá því fyrr í nóvember að á um níu mánuðum í starfi hefði Patel ítrekað verið gagnrýndur af bæði yfirmönnum sínum í dómsmálaráðuneytinu og starfsmönnum sínum í FBI. Þar hefur hann sagt upp fjölmörgum starfsmönnum sem ekki hafa þótt nægilega hliðhollir Trump. Sú grein var birt í kjölfar þess að Patel notaði flugvél FBI til að sækja glímuviðureign með Wilkins og fljúga svo aftur til Nashville, heim til hennar. Í kjölfarið fór hann svo til Texas í veiðiferð. Þetta vakti sérstaka reiði þar sem Hvíta húsið hafði löngu áður sagt embættismönnum að draga úr óþarfa ferðalögum. Umfangsmikil notkun Patels á kostnaðarsömum fríðindum sem fylgja embættinu er sögð hafa vakið spurningar innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, hvort notkunin fari yfir það sem eðlilegt getur talist. Til stendur að skera verulega niður hjá FBI. Patel hefur ítrekað notað einkaþotu embættisins til að ferðast í einkagjörðum, eins og til dæmis með því að fara í golfferð með vinum sínum til Skotlands í sumar. Hann notar flugvélarnar einnig reglulega til að fljúga frá Washington DC til Las Vegas, þar sem hann býr í rauninni, og til Nashville, þar sem Wilkins býr. Yfirmenn FBI eiga að ferðast í opinberum flugvélum þar sem þeir eiga að hafa aðgang að öruggum samskiptabúnaði. Það sé þó ekki algilt. Noti þeir flugvélarnar í persónulegum erindagjörðum, eiga þeir að greiða fyrir það upphæð sem samræmist almennum flugmiða. Það er mun minna en ferðin kostar í rauninni. FBI rekur tvær flugvélar. Eina Gulfstream einkaþotu og aðra af gerðinni Boeing 757. Vildi kyrrsetja sömu flugvélar áður en hann tók við Það að nota opinbera fjármuni til að vernda Wilkins á meðan hún sækir einkaviðburði eða heldur tónleika, hefur vakið sértaka athygli og verið gagnrýnt harðlega. Gagnrýnin hefur meðal annars komið frá hægri væng bandarískra stjórnmála, sem Patel tilheyrir. Í svari við fyrirspurnum blaðamanna NYT neitaði talsmaður Patels að veita nánari upplýsingar um ferðalög hans og Wilkins og þar á meðal um það hvað búið væri að verja miklu fé í öryggisgæslu handa henni. Hann sagði þá öryggisgæslu vera réttlætanlega vegna hótana sem hún hefði fengið og að Patel hefði varið sambærilega miklum peningum í ferðalög sín og forverar hans, þeir James Comey og Christopher A. Wray, hefðu gert. Áður en hann gekk til liðs við ríkisstjórn Trumps, var hann mjög gagnrýninn á það hvað Wray notaði opinberar þotur oft. Í viðtali árið 2023 gagnrýndi hann Wray með nafni og sagði það kosta ríkið fimmtán þúsund dali í hvert sinn sem einkaþotan tæki á loft. Réttast væri að kyrrsetja hana. „Bara hugmynd,“ sagði Patel.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Sjá meira