Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 07:45 Björgunaraðgerðir stóðu yfir langt fram á kvöld í gær eftir að miðaldaturninn Torre dei Conti í Rómarborg hrundi að hluta í gærmorgun. EPA/ANGELO CARCONI Verkamaður sem varð innlyksa í rústum turns sem hrundi í Róm, höfuðborg Ítalíu, í gær er látinn. Hinn látni, Octay Stroici, var leystur undan rústunum um klukkan ellefu að staðartíma í gærkvöldi, næstum hálfum sólarhring eftir að hluti turnsins hrundi. Turninn sem er frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í gærmorgun á meðan endurbætur stóðu yfir í turninum, en hann er staðsettur á vinsælum og sögulegum ferðamannastað nærri hringleikahúsinu Collosseum. Fram kom í fréttum af málinu í gær að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi að hluta og annar hafi verið fastur. Sá síðarnefndi er nú látinn að sögn heilbrigðisstarfsfólks á Ítalíu að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Björgunarstörf stóðu yfir í margar klukkustundir og var Stroici með meðvitund og í talsambandi við viðbragðsaðila á meðan á aðgerðum stóð. Eiginkona hans var einnig á vettvangi en Stroici var að störfum við endurbætur á turninum þegar slysið varð. Staðan flæktist enn frekar þegar meira hrundi úr turninum á meðan unnið var að því að losa hann úr rústunum. Það þótti mikið afrek þegar loks tókst að losa hann úr rústunum en Stroici, sem var rúmenskur ríkisborgari, fór í hjartastopp í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahús og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Alls voru þrír einstaklingar leystir undan rústunum, og fyrir utan hinn látna er einn hinna sagður alvarlega slasaður. Embætti saksóknara í Róm hefur sett af stað rannsókn á atvikinu. Ítalía Fornminjar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Turninn sem er frá miðöldum, Torre dei Conti, hrundi að hluta í gærmorgun á meðan endurbætur stóðu yfir í turninum, en hann er staðsettur á vinsælum og sögulegum ferðamannastað nærri hringleikahúsinu Collosseum. Fram kom í fréttum af málinu í gær að einn verkamaður hafi slasast lífshættulega þegar turninn hrundi að hluta og annar hafi verið fastur. Sá síðarnefndi er nú látinn að sögn heilbrigðisstarfsfólks á Ítalíu að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Björgunarstörf stóðu yfir í margar klukkustundir og var Stroici með meðvitund og í talsambandi við viðbragðsaðila á meðan á aðgerðum stóð. Eiginkona hans var einnig á vettvangi en Stroici var að störfum við endurbætur á turninum þegar slysið varð. Staðan flæktist enn frekar þegar meira hrundi úr turninum á meðan unnið var að því að losa hann úr rústunum. Það þótti mikið afrek þegar loks tókst að losa hann úr rústunum en Stroici, sem var rúmenskur ríkisborgari, fór í hjartastopp í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahús og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Alls voru þrír einstaklingar leystir undan rústunum, og fyrir utan hinn látna er einn hinna sagður alvarlega slasaður. Embætti saksóknara í Róm hefur sett af stað rannsókn á atvikinu.
Ítalía Fornminjar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira