Erlent

Kona á­kærð fyrir ránið í Louvre

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Safninu var lokað í kjölfar ránsins.
Safninu var lokað í kjölfar ránsins. EPA

Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum.

Konan, sem er 38 ára, var ákærð í dag fyrir aðild að skipulögðum þjófnaði og samsæri um glæpsamlegt athæfi, samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Franska lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald og fer konan fyrir dómara í dag sem kveður upp úrskurð.

Konan var meðal fimm manns sem voru handtekin fyrr í vikunni fyrir aðild að málinu. Samkvæmt Le Figaro hafa nokkrir verið leiddir fyrir framan dómara en ekki liggur fyrir um hversu marga er að ræða. Alls hafa því sjö verið handtekir en einum hefur verið sleppt úr haldi. Tveir hafa játað að hafa að hluta til komið að ráninu.

Brotist var inn í Louvre-safnið, sem er í hjarta Parísarborgar, þann 19. október. Þjófanir stálu átta skartgripum, verðmetnir upp á 88 milljónir evra eða tæpum þrettán milljörðum íslenskra króna. Þjófarnir notuðu stigabíl til að komast á eftir hæð safnsins auk þess að brjóta rúðu og glerskáp sem skartgripirnir voru í. Ránið tók alls sjö mínútur.


Tengdar fréttir

Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi

Búið er að finna tvo skartgripi sem var stolið úr Louvre í París í morgun. Alls voru níu hlutir teknir en þjófanir komust á brott með átta þeirra. Málið er til rannsóknar.

Tveir handteknir vegna Louvre ránsins

Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar.

Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið

Öryggismyndavélar sem vakta áttu svalirnar þar sem skartgripir Napóleons Bonaparte voru til sýnis á Louvre-safninu sneru í ranga átt þegar þjófar létu greipar sópa á sunnudag og hlupu á brott með gripina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×