Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2025 16:55 Safninu var lokað í kjölfar ránsins. epa Búið er að finna tvo skartgripi sem var stolið úr Louvre í París í morgun. Alls voru níu hlutir teknir en þjófanir komust á brott með átta þeirra. Málið er til rannsóknar. Brotist var inn í Louvre-safnið stuttu eftir að það opnaði klukkan níu að staðartíma í morgun og var safninu lokað í kjölfarið. Sjá einnig: Louvre-safninu lokað vegna ráns Fjórir þjófar komust inn í safnið með stigabíl og brutu síðan glugga. Tveir þjófanna voru klæddir eins og starfsmenn í gulum vestum. Þeir framkvæmdu glæpinn á fjórum mínútum og komust á brott á vespum. Á myndbandi sem Le Parisien hefur undir höndum sést einn þjófanna með slípirokk í hendi að brjóta gler utan um munina. Lögregla fann síðar á vettvangi gul vesti, tvo slípirokka, hanska, talstöðvar og teppi. Þjófarnir komu einnig sjálfir með stigabílinn sem þeir notuðu til að komast inn í safnið. Hann hefur verið fjarlægður af lögreglu. Bíllinn sem þjófarnir notuðu til að komast inn.epa Alls voru níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons og konu hans Eugenie keisaraynju teknir en þjófarnir komust á brott með átta þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Rachida Dati, menningarmálaráðherra Frakka, sagði skartgripina vera ómetanlega. Þeirra á meðal var krúna Eugenie sem fannst skömmu síðar brotin og brjóstnál sem hún átti einnig. Þjófarnir tóku þá kórónu, hálsmen og eyrnalokka sem voru í eigu drottninganna Marie-Amélie og Hortense, hálsmen og eyrnalokka sem Marie-Louise átti og að lokum aðra brjóstnál. Síðast var brotist inn í Louvre-safnið 1998 þegar málverki eftir Camille Corot var rænt. Þar áður var heimsfræga verkinu Mona Lisa stolið árið 1911. Safnið er eitt það frægasta í heimi og geymir meðal annars heimsfræga listaverkið Mona Lisa. Tæplega níu milljónir heimsóttu safnið árið 2024. Frakkland Erlend sakamál Fornminjar Söfn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Brotist var inn í Louvre-safnið stuttu eftir að það opnaði klukkan níu að staðartíma í morgun og var safninu lokað í kjölfarið. Sjá einnig: Louvre-safninu lokað vegna ráns Fjórir þjófar komust inn í safnið með stigabíl og brutu síðan glugga. Tveir þjófanna voru klæddir eins og starfsmenn í gulum vestum. Þeir framkvæmdu glæpinn á fjórum mínútum og komust á brott á vespum. Á myndbandi sem Le Parisien hefur undir höndum sést einn þjófanna með slípirokk í hendi að brjóta gler utan um munina. Lögregla fann síðar á vettvangi gul vesti, tvo slípirokka, hanska, talstöðvar og teppi. Þjófarnir komu einnig sjálfir með stigabílinn sem þeir notuðu til að komast inn í safnið. Hann hefur verið fjarlægður af lögreglu. Bíllinn sem þjófarnir notuðu til að komast inn.epa Alls voru níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons og konu hans Eugenie keisaraynju teknir en þjófarnir komust á brott með átta þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Rachida Dati, menningarmálaráðherra Frakka, sagði skartgripina vera ómetanlega. Þeirra á meðal var krúna Eugenie sem fannst skömmu síðar brotin og brjóstnál sem hún átti einnig. Þjófarnir tóku þá kórónu, hálsmen og eyrnalokka sem voru í eigu drottninganna Marie-Amélie og Hortense, hálsmen og eyrnalokka sem Marie-Louise átti og að lokum aðra brjóstnál. Síðast var brotist inn í Louvre-safnið 1998 þegar málverki eftir Camille Corot var rænt. Þar áður var heimsfræga verkinu Mona Lisa stolið árið 1911. Safnið er eitt það frægasta í heimi og geymir meðal annars heimsfræga listaverkið Mona Lisa. Tæplega níu milljónir heimsóttu safnið árið 2024.
Frakkland Erlend sakamál Fornminjar Söfn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira