Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 08:58 Sigurður Egill Lárusson og Tryggvi Hrafn Haraldsson fagna marki. Sigurður kveður brátt Val eftir þrettán ár hjá félaginu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er bara ótrúlega ömurlegt mál sem að er búið að fara upp í háaloft og er ekki Val til sóma,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Hann kvaðst aldrei hafa heyrt um aðra eins framkomu, eins og þá sem forráðamenn Vals hefðu nú sýnt í viðskilnaði sínum við Sigurð Egil Lárusson. Sigurður er leikjahæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar og honum sárnaði það að vera tilkynnt í smáskilaboðum að krafta hans yrði ekki lengur óskað hjá félaginu. Í Stúkunni í gærkvöld voru skilaboðin birt eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkumenn harma framkomu Vals í garð Sigurðar Fyrr í gær hafði stjórn knattspyrnudeildar Vals svarað fyrir sig með yfirlýsingu og sagt leitt að Sigurður væri ósáttur. Þar var einnig tekið fram að samið hefði verið við Sigurð í september um að gera betur við hann en samningur segði til um, vegna starfsloka hans, en að ákvörðunin um að bjóða honum ekki nýjan samning væri tekin með framtíðarhagsmuni félagsins í huga. „Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar,“ sagði þar einnig og sú setning fór illa í marga, þar á meðal Sigurð sjálfan og Stúkumenn. „Það er að sjálfsögðu val félaga að ákveða við hverja er samið og þess háttar. En síðan er hægt að velta fyrir sér hvernig er staðið að þannig hlutum,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær. Skilaboðin frá Val Hann birti skilaboðin frá Val til Sigurðar, samkvæmt sínum heimildum: „Sæll. Ætlum ekki að semja við þig. Ætlum að gera póst á Facebook og tala vel um þig. Sjáumst á sunnudaginn,“ stóð þar. „Þetta er viðskilnaðurinn við Sigurð Egil Lárusson eftir þrettán ár… Það hlýtur að vera hægt að gera þetta á betri hátt,“ sagði Gummi. Hann velti einnig fyrir sér hvort ekki hefði átt að nýta betur tækifærið í síðasta heimaleik Sigurðar á sunnudaginn, þegar Valur og FH gerðu 4-4 jafntefli og Sigurður skoraði eitt marka Vals, til að heiðra hann betur, til að mynda með heiðursskiptingu. Sigurbjörn Hreiðarsson tók hjartanlega undir það. „Allt ævintýralega klaufalegt“ „Ég þekki Sigga mjög vel, þjálfaði hann lengi og þykir mjög vænt um Sigga. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Val í efstu deild og verið frábær þjónn fyrir klúbbinn, og auðvitað á hann að fá að kveðja fólkið. Vera skipt út af þegar það eru fimm mínútur eftir. Það var örugglega fólk að koma þarna til að kveðja hann og fá að fagna Sigga,“ sagði Sigurbjörn. Túfa mun hafa viljað halda Sigurði Agli en stjórn knattspyrnudeildar Vals var ekki á sama máli.vísir/Diego „Ég myndi alltaf vilja það að svona atriði færu fram innan veggja klúbbsins, og væru gerð mögulega eftir að tímabilið klárast. Þetta er allt ævintýralega klaufalegt, að þetta sé farið í loftið og glósur á milli manna. Mér finnst þetta ömurlegt og á ekki heima neins staðar annars staðar en á milli þeirra. Hann er búinn að vera þarna í meira en áratug, hann er Valsari, og það hlýtur að vera hægt að klára þetta mál þannig að það verði almennilegur sómi að því,“ bætti Sigurbjörn við. „Þú sendir ekki svona á messenger“ Baldur tók undir þetta og bætti í: „Skiptir einhverju máli hvort leikmaður hefur spilað í hálft ár eða þrettán ár? Þú sendir ekki svona á messenger. Mér finnst það bara fáránlegt. Ég hef bara aldrei heyrt um þetta. Hver sendir messenger skilaboð og segir: Blessaður. Við ætlum ekki að semja við þig en við ætlum að tala rosalega vel um þig…“ Ekki góð skilaboð til Túfa Gummi sagðist þá hafa mjög góðar heimildir fyrir því að Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals, hefði viljað halda Sigurði Agli en verið tilkynnt á fundi fyrir helgi að það yrði ekki raunin. „Það er mjög áhugavert. Hvernig er staðan þá hjá Túfa? Ef þetta er rétt þá gefur þetta ekki góð skilaboð til Túfa,“ sagði Baldur. Valur Besta deild karla Stúkan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Sigurður er leikjahæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar og honum sárnaði það að vera tilkynnt í smáskilaboðum að krafta hans yrði ekki lengur óskað hjá félaginu. Í Stúkunni í gærkvöld voru skilaboðin birt eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkumenn harma framkomu Vals í garð Sigurðar Fyrr í gær hafði stjórn knattspyrnudeildar Vals svarað fyrir sig með yfirlýsingu og sagt leitt að Sigurður væri ósáttur. Þar var einnig tekið fram að samið hefði verið við Sigurð í september um að gera betur við hann en samningur segði til um, vegna starfsloka hans, en að ákvörðunin um að bjóða honum ekki nýjan samning væri tekin með framtíðarhagsmuni félagsins í huga. „Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar,“ sagði þar einnig og sú setning fór illa í marga, þar á meðal Sigurð sjálfan og Stúkumenn. „Það er að sjálfsögðu val félaga að ákveða við hverja er samið og þess háttar. En síðan er hægt að velta fyrir sér hvernig er staðið að þannig hlutum,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær. Skilaboðin frá Val Hann birti skilaboðin frá Val til Sigurðar, samkvæmt sínum heimildum: „Sæll. Ætlum ekki að semja við þig. Ætlum að gera póst á Facebook og tala vel um þig. Sjáumst á sunnudaginn,“ stóð þar. „Þetta er viðskilnaðurinn við Sigurð Egil Lárusson eftir þrettán ár… Það hlýtur að vera hægt að gera þetta á betri hátt,“ sagði Gummi. Hann velti einnig fyrir sér hvort ekki hefði átt að nýta betur tækifærið í síðasta heimaleik Sigurðar á sunnudaginn, þegar Valur og FH gerðu 4-4 jafntefli og Sigurður skoraði eitt marka Vals, til að heiðra hann betur, til að mynda með heiðursskiptingu. Sigurbjörn Hreiðarsson tók hjartanlega undir það. „Allt ævintýralega klaufalegt“ „Ég þekki Sigga mjög vel, þjálfaði hann lengi og þykir mjög vænt um Sigga. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Val í efstu deild og verið frábær þjónn fyrir klúbbinn, og auðvitað á hann að fá að kveðja fólkið. Vera skipt út af þegar það eru fimm mínútur eftir. Það var örugglega fólk að koma þarna til að kveðja hann og fá að fagna Sigga,“ sagði Sigurbjörn. Túfa mun hafa viljað halda Sigurði Agli en stjórn knattspyrnudeildar Vals var ekki á sama máli.vísir/Diego „Ég myndi alltaf vilja það að svona atriði færu fram innan veggja klúbbsins, og væru gerð mögulega eftir að tímabilið klárast. Þetta er allt ævintýralega klaufalegt, að þetta sé farið í loftið og glósur á milli manna. Mér finnst þetta ömurlegt og á ekki heima neins staðar annars staðar en á milli þeirra. Hann er búinn að vera þarna í meira en áratug, hann er Valsari, og það hlýtur að vera hægt að klára þetta mál þannig að það verði almennilegur sómi að því,“ bætti Sigurbjörn við. „Þú sendir ekki svona á messenger“ Baldur tók undir þetta og bætti í: „Skiptir einhverju máli hvort leikmaður hefur spilað í hálft ár eða þrettán ár? Þú sendir ekki svona á messenger. Mér finnst það bara fáránlegt. Ég hef bara aldrei heyrt um þetta. Hver sendir messenger skilaboð og segir: Blessaður. Við ætlum ekki að semja við þig en við ætlum að tala rosalega vel um þig…“ Ekki góð skilaboð til Túfa Gummi sagðist þá hafa mjög góðar heimildir fyrir því að Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals, hefði viljað halda Sigurði Agli en verið tilkynnt á fundi fyrir helgi að það yrði ekki raunin. „Það er mjög áhugavert. Hvernig er staðan þá hjá Túfa? Ef þetta er rétt þá gefur þetta ekki góð skilaboð til Túfa,“ sagði Baldur.
Valur Besta deild karla Stúkan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira