Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2025 08:44 Andrés prins er yngstri bróðir Karls III. EPA Almenningur og þingmenn á Bretlandseyjum krefjast þess nú að gripið verði til aðgerða vegna framgöngu Andrésar Bretaprins, sem hefur verið viðriðin hvert hneykslismálið á fætur öðru. Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna. Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að Andrés hefði afsalað sér öllum titlum vegna uppljóstrana í nýútkominni bók Virginiu Giuffre, þar sem hún lýsir meintum kynnum sínum af prinsinum og þeim kynlífsathöfnum sem hún var látin taka þátt í með honum þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés heldur titlinum „prins“, þar sem hann fékk hann við fæðingu sem sonur Elísabetar II en kallað hefur verið eftir því að þingið eða konungurinn fái heimild til að breyta því. Staða Andrésar versnaði enn um helgina þegar Mail on Sunday birti skilaboð sem prinsinn sendi til Ed Perkins, aðstoðar fjölmiðlafulltrúa drottningarinnar, árið 2011. Þar sagðist hann hafa falið einum af lífvörðum sínum að afla upplýsinga um Giuffre. Prinsinn er sagður hafa fengið lífverðinum fæðingardag Giuffre og persónunúmer en skilaboðin til Perkins voru send aðeins klukkustundum áður en alræmd mynd af honum og Giuffre var birt opinberlega. Þá hefur Mail on Sunday einnig undir höndum tölvupóst sem virðist gefa til kynna að Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar, hafi heimsótt Jeffrey Epstein í New York ásamt dætrum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Yfir þúsund manns eru sagðir hafa ritað þingmönnum sínum bréf yfir helgina og hvatt til rannsóknar á tengslum Andrésar og konungsfjölskyldunnar við Epstein, annað hvort að hálfu þingsins eða óháðs aðila. Sumir krefjast lögreglurannsóknar. Lögregluyfirvöld í Lundúnum segjast hafa hafið rannsókn á ásökununum sem birtust í Mail on Sunday en Graham Smith, einn af talsmönnum baráttusamtakanna Republic, segir því ósvarað hvers vegna lögreglan hefur ekki rannsakað aðrar ásakanir gegn Andrési. Þá segir hann ekki trúanlegt að konungsfjölskyldan hafi ekki verið látin vita af beiðni prinsins til lífvarðarins. George Foulkes, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur óskað eftir endurskoðun á reglum þingsins sem banna þingmönnum að spyrja spurninga er varða konungsfjölskylduna.
Bretland Kóngafólk Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira