Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2025 07:44 Andrés, Giuffre og Ghislaine Maxwell. Epstein tók myndina. Virginia Roberts Giuffre heitin, sem lést fyrr á árinu, lýsir því í nýrri bók hvernig það kom til að hún festist í vef athafna- og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Þá greinir hún frá kynnum sínum af Andrési Bretaprins og brotum hans gegn henni. Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira