Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Árni Gísli Magnússon skrifar 19. október 2025 15:55 Breiðablik - KA Besta deild karla Sumar 2025 vísir/diego KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina. KA er efst í neðri hluta deildarinnar en mætir ÍBV í eyjum í síðustu umferðinni sem er sæti neðar með þremur stigum minna. Skagamenn komust í forystu eftir einungis sjö mínútna leik með stórkostlegu marki frá varnarmanninum Baldvini Þór Berndsen. Boltinn barst þá til hans fyrir utan teig eftir að KA menn höfðu hreinsað boltann frá og Baldvin hugsaði sig ekki tvisvar um heldur lét vaða á markið langt fyrir utan teig og boltinn söng uppi í fjærhorninu. KA menn virtust eflast við þetta og voru ekki lengi að snúa leiknum sér í hag. Rúmum tíu mínútum seinna átti Bjarni Aðalsteinsson sendingu í gegnum vörn Skagamanna þar sem Birgir Baldvinsson var í hlaupinu og fór illa með Rúnar Már Sigurjónsson áður en hann þrumaði boltanum í nærhornið og jafnaði leikinn. Einungis þremur mínútum síðar voru KA menn komnir í forystu. Andri Fannar Stefánsson átti hárnákvæma langa sendingu yfir á fjærstöngina þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson tók laglega á móti boltanum og lyfti honum yfir Árna Marinó í marki gestanna. KA menn fengu nokkur tækifæri til að bæta við mörkum en í þrígang í fyrri hálfleik var Birnir Snær Ingason kominn í góða stöðu sem hann fór illa með. Í síðari hálfleik léku heimamenn á als oddi og bættu við þremur mörkum og kom það fyrsta eftir rúmar 20 mínútur en þá vippaði Bjarni Aðalsteinsson boltanum yfir varnarlínu Skagamanna á Hallgrím Mar sem renndi boltanum til hliðar á Ingimar Stöle sem kláraði færið sitt vel og kom KA í 3-1. Á 83. mínútu kom svo keimlíkt mark en varamaðurinn Marcel Römer átti langa sendingu inn fyrir á annan varamann, hinn unga Snorra Kristinsson, sem setti boltann í fyrsta til hliðar á Ásgeir Sigurgeirsson sem renndi honum í tómt markið og sigurinn endanlega í höfn. Í leiknum voru mörg falleg mörk en Hallgrímur Mar á það eftirminnilegasta. Á 85. mínútu fékk hann boltann inni í miðjuboganum á eigin vallarhelmingi og sá að Árni Marinó var framarlega í markinu og lét vaða á markið sem borgaði sig heldur betur því boltinn sveif yfir Árna sem kom hönd á boltann sem dugði ekki og ótrúlegt mark sem leit dagsins ljós. Lokatölur 5-1 fyrir KA. Atvik leiksins Markið sem Hallgrímur Mar skorar fyrir aftan miðju. Ótrúlegur leikmaður með ótrúlega spyrnugetu og mun þetta mark lengi lifa í manna minnum. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar átti góðan leik; skorar tvö mörk og leggur upp eitt ásamt öllu öðru sem hann gefur liðinu. Birgir Baldvinsson og Ingimar Stöle voru sérstaklega góðir sóknarlega og reyndust Skagamönnum erfiðir vítt á vellinum og komust báðir á blað. Í raun enginn leikmaður ÍA sem stóð öðrum framar en Haukur Andri Haraldsson má eiga það að hann hljóp og gaf sig í leikinn að fullu allan tímann þrátt fyrir hversu slæm staðan var orðin. Þannig að skúrkstitlinn fær bara Skagaliðið í heildi sinni fyrir þessa liðsframmistöðu. Dómarinn Hrós á Gunnar Frey Róbertsson og hans teymi fyrir vel dæmdan leik í dag. Stemning og umgjörð Nokkuð vel mætt á völlinn þrátt fyrir að leikurinn væri þýðingarlítill fyrir KA. Þá var nokkuð vel mætt af Skaganum en fóru flestir stuðningsmenn líklega fúlir inn í bíl þegar þeir lögðu af stað heim þar sem leikur Vestra og Aftureldingar var enn í gangi og Afturelding yfir. Þeir hafa því eflaust fagnað vel þegar þeim bárust þær fregnir að ÍA hefði tryggt sæti sitt í deildinni. Viðtöl Hallgrímur Mar: „Vissi bara þegar ég smellhitti á hann að þetta færi í markið“ Hallgrímur Mar kann að sparka í boltaVísir / Anton Brink Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag og mun seinna mark hans líklega aldrei gleymast en það skoraði hann á eigin vallarhelmingi. Sterkur sigur á móti Skagamönnum, hvernig líður þér eftir leikinn? „Bara mjög vel. Það er alltaf gaman að skora fimm mörk og spila fínan leik þannig mér líður bara ótrúlega vel.“ KA mætir ÍBV í lokaumferðinni og getur tryggt sér efsta sæti neðri hlutans sigri eða jafntefli. „Við ætlum að taka þennan fræga forsetabikar þó að það sé ekki meira undir en það, þannig við viljum bara enda sem efst í töflunni þó við séum í þessum neðri hluta og bara fá að hirða þennan forsetabikar loksins.“ KA sýndi mun betri spilamennsku í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í upphafi leiks. „Við bara mættum full linir í byrjun leiks og þeir skora þarna draumamark og þá einhvernveginn ákváðum við að fara í fjórða, fimmta gír, skorum tvö í fyrri og erum komnir yfir en síðan bara keyrðum við yfir þá í seinni hálfleik.“ Hallgrímur skoraði stórkostlegt mark þegar hann skaut að marki fyrir aftan miðju. „Ég var búinn að hugsa það fyrr í leiknum að taka eftir stutta aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað, þá langaði mig að skjóta á hann, þannig þetta var bara aftarlega í kollinum á mér og ákvað bara að láta vaða þegar hann lá svona vel fyrir mér þarna og ég bara smellhitti hann“. „Ég vissi bara þegar ég smellhitti á hann að þetta færi í markið, það er skrítin tilfinning að lýsa en þeir sem hafa lent í þessu vita hvað ég er að tala um þannig að ég bara vissi um leið og ég sparkaði í hann“, sagði Hallgrímur ennfremur aðspurður hvort hann hafi vitað að boltinn færi inn þegar hann tók skotið. KA byrjaði tímabilið illa og rétt missti af sæti í efri hlutanum og var Hallgrímur næst spurður hvað KA liðið þyrfti að gera fyrir næsta tímabil til að enda ekki í neðri hlutanum þriðja árið í röð. „Við þurfum bara að byrja fyrr, við vorum í meiðslum í byrjun tímabils, eða undir lok undirbúningstímabilsins, þannig við þurfum bara að æfa vel og vera í formi. Ég hef enga skýringu fyrir utan meiðsli og svona taktleysi á undirbúningstímabilinu sem gæti orsakað það að við byrjum illa en við þurfum bara að æfa vel og vera í standi þegar mótið byrjar og þá getum við farið í efri hlutann og jafnvel gert einhverja hluti.“ Besta deild karla ÍA KA
KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina. KA er efst í neðri hluta deildarinnar en mætir ÍBV í eyjum í síðustu umferðinni sem er sæti neðar með þremur stigum minna. Skagamenn komust í forystu eftir einungis sjö mínútna leik með stórkostlegu marki frá varnarmanninum Baldvini Þór Berndsen. Boltinn barst þá til hans fyrir utan teig eftir að KA menn höfðu hreinsað boltann frá og Baldvin hugsaði sig ekki tvisvar um heldur lét vaða á markið langt fyrir utan teig og boltinn söng uppi í fjærhorninu. KA menn virtust eflast við þetta og voru ekki lengi að snúa leiknum sér í hag. Rúmum tíu mínútum seinna átti Bjarni Aðalsteinsson sendingu í gegnum vörn Skagamanna þar sem Birgir Baldvinsson var í hlaupinu og fór illa með Rúnar Már Sigurjónsson áður en hann þrumaði boltanum í nærhornið og jafnaði leikinn. Einungis þremur mínútum síðar voru KA menn komnir í forystu. Andri Fannar Stefánsson átti hárnákvæma langa sendingu yfir á fjærstöngina þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson tók laglega á móti boltanum og lyfti honum yfir Árna Marinó í marki gestanna. KA menn fengu nokkur tækifæri til að bæta við mörkum en í þrígang í fyrri hálfleik var Birnir Snær Ingason kominn í góða stöðu sem hann fór illa með. Í síðari hálfleik léku heimamenn á als oddi og bættu við þremur mörkum og kom það fyrsta eftir rúmar 20 mínútur en þá vippaði Bjarni Aðalsteinsson boltanum yfir varnarlínu Skagamanna á Hallgrím Mar sem renndi boltanum til hliðar á Ingimar Stöle sem kláraði færið sitt vel og kom KA í 3-1. Á 83. mínútu kom svo keimlíkt mark en varamaðurinn Marcel Römer átti langa sendingu inn fyrir á annan varamann, hinn unga Snorra Kristinsson, sem setti boltann í fyrsta til hliðar á Ásgeir Sigurgeirsson sem renndi honum í tómt markið og sigurinn endanlega í höfn. Í leiknum voru mörg falleg mörk en Hallgrímur Mar á það eftirminnilegasta. Á 85. mínútu fékk hann boltann inni í miðjuboganum á eigin vallarhelmingi og sá að Árni Marinó var framarlega í markinu og lét vaða á markið sem borgaði sig heldur betur því boltinn sveif yfir Árna sem kom hönd á boltann sem dugði ekki og ótrúlegt mark sem leit dagsins ljós. Lokatölur 5-1 fyrir KA. Atvik leiksins Markið sem Hallgrímur Mar skorar fyrir aftan miðju. Ótrúlegur leikmaður með ótrúlega spyrnugetu og mun þetta mark lengi lifa í manna minnum. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar átti góðan leik; skorar tvö mörk og leggur upp eitt ásamt öllu öðru sem hann gefur liðinu. Birgir Baldvinsson og Ingimar Stöle voru sérstaklega góðir sóknarlega og reyndust Skagamönnum erfiðir vítt á vellinum og komust báðir á blað. Í raun enginn leikmaður ÍA sem stóð öðrum framar en Haukur Andri Haraldsson má eiga það að hann hljóp og gaf sig í leikinn að fullu allan tímann þrátt fyrir hversu slæm staðan var orðin. Þannig að skúrkstitlinn fær bara Skagaliðið í heildi sinni fyrir þessa liðsframmistöðu. Dómarinn Hrós á Gunnar Frey Róbertsson og hans teymi fyrir vel dæmdan leik í dag. Stemning og umgjörð Nokkuð vel mætt á völlinn þrátt fyrir að leikurinn væri þýðingarlítill fyrir KA. Þá var nokkuð vel mætt af Skaganum en fóru flestir stuðningsmenn líklega fúlir inn í bíl þegar þeir lögðu af stað heim þar sem leikur Vestra og Aftureldingar var enn í gangi og Afturelding yfir. Þeir hafa því eflaust fagnað vel þegar þeim bárust þær fregnir að ÍA hefði tryggt sæti sitt í deildinni. Viðtöl Hallgrímur Mar: „Vissi bara þegar ég smellhitti á hann að þetta færi í markið“ Hallgrímur Mar kann að sparka í boltaVísir / Anton Brink Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 5-1 sigri gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag og mun seinna mark hans líklega aldrei gleymast en það skoraði hann á eigin vallarhelmingi. Sterkur sigur á móti Skagamönnum, hvernig líður þér eftir leikinn? „Bara mjög vel. Það er alltaf gaman að skora fimm mörk og spila fínan leik þannig mér líður bara ótrúlega vel.“ KA mætir ÍBV í lokaumferðinni og getur tryggt sér efsta sæti neðri hlutans sigri eða jafntefli. „Við ætlum að taka þennan fræga forsetabikar þó að það sé ekki meira undir en það, þannig við viljum bara enda sem efst í töflunni þó við séum í þessum neðri hluta og bara fá að hirða þennan forsetabikar loksins.“ KA sýndi mun betri spilamennsku í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í upphafi leiks. „Við bara mættum full linir í byrjun leiks og þeir skora þarna draumamark og þá einhvernveginn ákváðum við að fara í fjórða, fimmta gír, skorum tvö í fyrri og erum komnir yfir en síðan bara keyrðum við yfir þá í seinni hálfleik.“ Hallgrímur skoraði stórkostlegt mark þegar hann skaut að marki fyrir aftan miðju. „Ég var búinn að hugsa það fyrr í leiknum að taka eftir stutta aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað, þá langaði mig að skjóta á hann, þannig þetta var bara aftarlega í kollinum á mér og ákvað bara að láta vaða þegar hann lá svona vel fyrir mér þarna og ég bara smellhitti hann“. „Ég vissi bara þegar ég smellhitti á hann að þetta færi í markið, það er skrítin tilfinning að lýsa en þeir sem hafa lent í þessu vita hvað ég er að tala um þannig að ég bara vissi um leið og ég sparkaði í hann“, sagði Hallgrímur ennfremur aðspurður hvort hann hafi vitað að boltinn færi inn þegar hann tók skotið. KA byrjaði tímabilið illa og rétt missti af sæti í efri hlutanum og var Hallgrímur næst spurður hvað KA liðið þyrfti að gera fyrir næsta tímabil til að enda ekki í neðri hlutanum þriðja árið í röð. „Við þurfum bara að byrja fyrr, við vorum í meiðslum í byrjun tímabils, eða undir lok undirbúningstímabilsins, þannig við þurfum bara að æfa vel og vera í formi. Ég hef enga skýringu fyrir utan meiðsli og svona taktleysi á undirbúningstímabilinu sem gæti orsakað það að við byrjum illa en við þurfum bara að æfa vel og vera í standi þegar mótið byrjar og þá getum við farið í efri hlutann og jafnvel gert einhverja hluti.“
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti