Hegseth í stríði við blaðamenn Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2025 11:15 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við hlið Donalds Trump, forseta. AP/Evan Vucci Leiðtogar stærstu fréttastofa Bandaríkjanna og annarra alþjóðlegra fjölmiðla hafa tilkynnt að þeir muni ekki samþykkja nýjar reglur varnarmálaráðuneytisins um blaðamenn. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga. Blaðamenn segja að reglurnar fari gegn fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og fjölmiðla. Reglurnar nýju meina blaðamönnum aðgang að stórum hlutum ráðuneytisins án fylgdar og fela í sér að blaðamenn sem spyrja starfsmenn ráðuneytisins spurninga um málefni sem hafa ekki verið samþykkt af forsvarsmönnum ráðuneytisins, hvort sem þau snúa að ríkisleyndarmálum eða ekki, verði vísað úr ráðuneytinu. AP fréttaveitan, New York Times, Washington Post, Reuters, Guardian, CNN, The Atlantic og Newsmax eru meðal þeirra sem ætla ekki að samþykkja reglurnar. One America News Network, sem er fréttastöð sem þykir verulega íhaldssöm og hliðholl Donald Trump, hefur samþykkt reglurnar. Samkvæmt frétt NYT fela breytingarnar í sér að rúmlega hundrað blaðamönnum verður gert að yfirgefa ráðuneytið á morgun (miðvikudag). Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að blaðamenn vilji fá að vaða um allt ráðuneytið og fá óhindraðan aðgang að hernaðarleyndarmálum en það segja blaðamenn vera kolrangt. Þeir segja enn fremur að það að samþykkja reglurnar feli í raun á sér viðurkenningu á því að það að birta fréttir sem yfirvöld hafi ekki gefið grænt ljós á, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það sé kolrangt. Pentagon access is a privilege, not a right. So, here is @DeptofWar press credentialing FOR DUMMIES:✅ Press no longer roams free✅ Press must wear visible badge✅ Credentialed press no longer permitted to solicit criminal actsDONE. Pentagon now has same rules as every…— Pete Hegseth (@PeteHegseth) October 13, 2025 Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa blaðamenn sem starfa í varnarmálaráðuneytinu ávallt borið sérstakan passa sem tilgreinir hverjir þeir eru. Þá hafa þeir aldrei haft aðgang að svæðum þar sem leyndarmál eru meðhöndluð og þar segir einnig að þeir passi sig að birta ekki upplýsingar sem geti ógnað lífi bandarískra hermanna. Samtök blaðamanna í Pentagon hafa gefið út yfirlýsingu um að yfirmönnum ráðuneytisins sé auðvitað heimilt að setja reglur um starfsemina þar. Þær reglur þurfi þó að fara eftir lögum. Engin þörf eða réttlæting sé fyrir því að þvinga blaðamenn til að samþykkja óljósar og líklega ólöglegar reglur sem skilyrði fyrir því að fá að segja fréttir frá varnarmálaráðuneytinu. Þar að auki geti nýju reglurnar gert það brotlegt að blaðamenn deili símanúmeri sínu eða tölvupósti á samfélagsmiðlum og biðji fólk sem vilji að hafa samband við sig. Strong statement from the Pentagon Press Association, noting that most members on Wednesday will have their credentials confiscated by the Pentagon and won’t be given new ones because the reporters can’t and won’t “acknowledge a policy that gags Pentagon employees and threatens… pic.twitter.com/TBlDboXuJE— Phil Stewart (@phildstewart) October 13, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja einnig að nærri því billjón dala (1.000.000.000.000) af sameiginlegum fjármunum Bandaríkjamanna fari gegnum ráðuneytið. Almenningur hafi rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum sé varið. Varnarmálaráðuneyti er langstærsta opinbera stofnun Bandaríkjanna, með tilliti til fjölda starfsmanna og fjárveitinga. Ræddu árásir á Signal og óvart með blaðamanni Hegseth hefur verið sakaður um að nota samskiptaleiðir sem þykja ekki fyllilega öruggar og höfðu ekki verið viðurkenndar af yfirvöldum Í Bandaríkjunum. Eins og frægt er var blaðamanni einu sinni bætt í spjallhóp á forritinu Signal, þar sem Hegseth og aðrir af æðstu embættismönnum Bandaríkjanna ræddu yfirvofandi árásir á Húta í Jemen. Þar deildu Hegseth, JD Vance varaforseti, og Mike Walz þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, auk annarra, leynilegum upplýsingum um árásirnar. Umræddur blaðamaður sagði ekki frá því fyrr en árásirnar voru yfirstaðnar. Fregnir hafa einnig borist af því að Hegseth hafi í öðrum hópi á Signal deilt upplýsingum um árásirnar á Húta með eiginkonu sinni, bróður og lögfræðingi. Frá því Hegseth, sem starfaði áður sem sjónvarpsmaður hjá Fox News, tók við embætti hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla. Hann rak blaðamenn margra fjölmiðla úr sameiginlegum kontórum þeirra í ráðuneytinu og setti einnig auknar takmarkanir á hvar þeir mættu vera innan ráðuneytisins. Þá hefur varnarmálaráðherrann varið miklu púðri í að elta uppi fólk sem hann grunar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla en þar á meðal hafa verið menn sem hann fékk sérstaklega til vinnu i ráðuneytinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. 27. september 2025 15:02 Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi sjónvarpsmaður á Fox, vakti mikla furðu í vikunni þegar hann boðaði nánast alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fund í næstu viku. Fundarboðinu fylgdi engin útskýring varðandi það hvað fundurinn ætti að vera um og þótti skyndifundurinn alfarið fordæmalaus. 27. september 2025 08:18 Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Blaðamenn segja að reglurnar fari gegn fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og fjölmiðla. Reglurnar nýju meina blaðamönnum aðgang að stórum hlutum ráðuneytisins án fylgdar og fela í sér að blaðamenn sem spyrja starfsmenn ráðuneytisins spurninga um málefni sem hafa ekki verið samþykkt af forsvarsmönnum ráðuneytisins, hvort sem þau snúa að ríkisleyndarmálum eða ekki, verði vísað úr ráðuneytinu. AP fréttaveitan, New York Times, Washington Post, Reuters, Guardian, CNN, The Atlantic og Newsmax eru meðal þeirra sem ætla ekki að samþykkja reglurnar. One America News Network, sem er fréttastöð sem þykir verulega íhaldssöm og hliðholl Donald Trump, hefur samþykkt reglurnar. Samkvæmt frétt NYT fela breytingarnar í sér að rúmlega hundrað blaðamönnum verður gert að yfirgefa ráðuneytið á morgun (miðvikudag). Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að blaðamenn vilji fá að vaða um allt ráðuneytið og fá óhindraðan aðgang að hernaðarleyndarmálum en það segja blaðamenn vera kolrangt. Þeir segja enn fremur að það að samþykkja reglurnar feli í raun á sér viðurkenningu á því að það að birta fréttir sem yfirvöld hafi ekki gefið grænt ljós á, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það sé kolrangt. Pentagon access is a privilege, not a right. So, here is @DeptofWar press credentialing FOR DUMMIES:✅ Press no longer roams free✅ Press must wear visible badge✅ Credentialed press no longer permitted to solicit criminal actsDONE. Pentagon now has same rules as every…— Pete Hegseth (@PeteHegseth) October 13, 2025 Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa blaðamenn sem starfa í varnarmálaráðuneytinu ávallt borið sérstakan passa sem tilgreinir hverjir þeir eru. Þá hafa þeir aldrei haft aðgang að svæðum þar sem leyndarmál eru meðhöndluð og þar segir einnig að þeir passi sig að birta ekki upplýsingar sem geti ógnað lífi bandarískra hermanna. Samtök blaðamanna í Pentagon hafa gefið út yfirlýsingu um að yfirmönnum ráðuneytisins sé auðvitað heimilt að setja reglur um starfsemina þar. Þær reglur þurfi þó að fara eftir lögum. Engin þörf eða réttlæting sé fyrir því að þvinga blaðamenn til að samþykkja óljósar og líklega ólöglegar reglur sem skilyrði fyrir því að fá að segja fréttir frá varnarmálaráðuneytinu. Þar að auki geti nýju reglurnar gert það brotlegt að blaðamenn deili símanúmeri sínu eða tölvupósti á samfélagsmiðlum og biðji fólk sem vilji að hafa samband við sig. Strong statement from the Pentagon Press Association, noting that most members on Wednesday will have their credentials confiscated by the Pentagon and won’t be given new ones because the reporters can’t and won’t “acknowledge a policy that gags Pentagon employees and threatens… pic.twitter.com/TBlDboXuJE— Phil Stewart (@phildstewart) October 13, 2025 Blaðamenn vestanhafs segja einnig að nærri því billjón dala (1.000.000.000.000) af sameiginlegum fjármunum Bandaríkjamanna fari gegnum ráðuneytið. Almenningur hafi rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum sé varið. Varnarmálaráðuneyti er langstærsta opinbera stofnun Bandaríkjanna, með tilliti til fjölda starfsmanna og fjárveitinga. Ræddu árásir á Signal og óvart með blaðamanni Hegseth hefur verið sakaður um að nota samskiptaleiðir sem þykja ekki fyllilega öruggar og höfðu ekki verið viðurkenndar af yfirvöldum Í Bandaríkjunum. Eins og frægt er var blaðamanni einu sinni bætt í spjallhóp á forritinu Signal, þar sem Hegseth og aðrir af æðstu embættismönnum Bandaríkjanna ræddu yfirvofandi árásir á Húta í Jemen. Þar deildu Hegseth, JD Vance varaforseti, og Mike Walz þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, auk annarra, leynilegum upplýsingum um árásirnar. Umræddur blaðamaður sagði ekki frá því fyrr en árásirnar voru yfirstaðnar. Fregnir hafa einnig borist af því að Hegseth hafi í öðrum hópi á Signal deilt upplýsingum um árásirnar á Húta með eiginkonu sinni, bróður og lögfræðingi. Frá því Hegseth, sem starfaði áður sem sjónvarpsmaður hjá Fox News, tók við embætti hefur hann ítrekað gagnrýnt fjölmiðla. Hann rak blaðamenn margra fjölmiðla úr sameiginlegum kontórum þeirra í ráðuneytinu og setti einnig auknar takmarkanir á hvar þeir mættu vera innan ráðuneytisins. Þá hefur varnarmálaráðherrann varið miklu púðri í að elta uppi fólk sem hann grunar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla en þar á meðal hafa verið menn sem hann fékk sérstaklega til vinnu i ráðuneytinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. 27. september 2025 15:02 Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi sjónvarpsmaður á Fox, vakti mikla furðu í vikunni þegar hann boðaði nánast alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fund í næstu viku. Fundarboðinu fylgdi engin útskýring varðandi það hvað fundurinn ætti að vera um og þótti skyndifundurinn alfarið fordæmalaus. 27. september 2025 08:18 Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02
Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. 27. september 2025 15:02
Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi sjónvarpsmaður á Fox, vakti mikla furðu í vikunni þegar hann boðaði nánast alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fund í næstu viku. Fundarboðinu fylgdi engin útskýring varðandi það hvað fundurinn ætti að vera um og þótti skyndifundurinn alfarið fordæmalaus. 27. september 2025 08:18
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent