Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Notkun Pete Hegseth á forritinu Signal hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Getty/Omar Havana Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira