„Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 23:45 Jonathan Rasheed, sem lék sinn fyrsta deildarleik fyrir KA, fer í Vladimir Tufegdzic, framherja Vestra. Samkvæmt Stúkumönnum hefðu Ísfirðingar átt að fá vítaspyrnu. sýn sport Sérfræðingar Stúkunnar segja að KA hafi verið stálheppið að fá ekki á sig vítaspyrnu gegn Vestra í Bestu deild karla í gær. Á 72. mínútu, í stöðunni 0-1 fyrir Vestra, vildu Ísfirðingar fá víti þegar Jonathan Rasheed, markvörður KA-manna, fór harkalega í Vladimir Tufegdzic. „Þetta er víti, Guðmundur,“ sagði Albert Brynjar Ingason við þáttastjórnandann Guðmund Benediktsson. „Ég skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið? Þetta er bara víti og rautt spjald,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Klippa: Stúkan - Vestri vildi fá víti Albert sagði að þetta væri enn ein stóra dómaraákvörðunin sem fellur Vestra í óhag í sumar. „Þetta er í stöðunni 0-1. Þetta er risastórt og við erum búnir að tala um Vestra og þessa dóma. KR-leikurinn, þá var tekið af þeim mark sem hefði getað komið þeim í 0-2. Líka á móti Aftureldingu þar sem þeir gátu komist í 0-2. Það er ekkert að detta fyrir þá,“ sagði Albert. Sjö mínútum eftir að Vestri vildi fá vítið jafnaði Hans Viktor Guðmundsson fyrir KA í 1-1 og þar við sat. Þetta var fyrsti leikur bikarmeistaranna undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar en hann tók við liðinu af Davíð Smára Lamude í síðustu viku. Vestramenn eru í 10. sæti Bestu deildarinnar með 28 stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Vestri er með tveimur stigum meira en Afturelding, sem er í 11. sætinu, og þremur stigum meira en botnlið KR. Vestri á eftir að mæta báðum þessum liðum. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Vestri Stúkan Tengdar fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum. 6. október 2025 15:15 Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Leikmenn KR fengu að heyra það frá fyrrum fyrirliða og þjálfara liðsins eftir að hafa sofnað enn á ný í varnarleiknum um helgina. Það var einkum einn leikmaður sem fékk harða gagnrýni frá KR goðsögninni. 6. október 2025 10:30 Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan KA og Vestri áttust við í mikilvægum leik í neðri hluta Bestu deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri. Fyrir leik var KA í 8. sæti með 32 stig og Vestri í því tíunda, stigi frá fallsæti. 5. október 2025 17:50 „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ „Þetta er ótrúlega svekkjandi, leiðinlegt að leiða leikinn svona lengi og ná ekki að vinna.“ sagði Jón Þór Hauksson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. Þetta var fyrsti leikur Jón Þórs með liðið eftir þjálfaraskipti. 5. október 2025 17:41 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Á 72. mínútu, í stöðunni 0-1 fyrir Vestra, vildu Ísfirðingar fá víti þegar Jonathan Rasheed, markvörður KA-manna, fór harkalega í Vladimir Tufegdzic. „Þetta er víti, Guðmundur,“ sagði Albert Brynjar Ingason við þáttastjórnandann Guðmund Benediktsson. „Ég skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið? Þetta er bara víti og rautt spjald,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Klippa: Stúkan - Vestri vildi fá víti Albert sagði að þetta væri enn ein stóra dómaraákvörðunin sem fellur Vestra í óhag í sumar. „Þetta er í stöðunni 0-1. Þetta er risastórt og við erum búnir að tala um Vestra og þessa dóma. KR-leikurinn, þá var tekið af þeim mark sem hefði getað komið þeim í 0-2. Líka á móti Aftureldingu þar sem þeir gátu komist í 0-2. Það er ekkert að detta fyrir þá,“ sagði Albert. Sjö mínútum eftir að Vestri vildi fá vítið jafnaði Hans Viktor Guðmundsson fyrir KA í 1-1 og þar við sat. Þetta var fyrsti leikur bikarmeistaranna undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar en hann tók við liðinu af Davíð Smára Lamude í síðustu viku. Vestramenn eru í 10. sæti Bestu deildarinnar með 28 stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Vestri er með tveimur stigum meira en Afturelding, sem er í 11. sætinu, og þremur stigum meira en botnlið KR. Vestri á eftir að mæta báðum þessum liðum. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Vestri Stúkan Tengdar fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum. 6. október 2025 15:15 Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Leikmenn KR fengu að heyra það frá fyrrum fyrirliða og þjálfara liðsins eftir að hafa sofnað enn á ný í varnarleiknum um helgina. Það var einkum einn leikmaður sem fékk harða gagnrýni frá KR goðsögninni. 6. október 2025 10:30 Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan KA og Vestri áttust við í mikilvægum leik í neðri hluta Bestu deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri. Fyrir leik var KA í 8. sæti með 32 stig og Vestri í því tíunda, stigi frá fallsæti. 5. október 2025 17:50 „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ „Þetta er ótrúlega svekkjandi, leiðinlegt að leiða leikinn svona lengi og ná ekki að vinna.“ sagði Jón Þór Hauksson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. Þetta var fyrsti leikur Jón Þórs með liðið eftir þjálfaraskipti. 5. október 2025 17:41 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
„Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Knattspyrnufélagið Víkingur hefur umbreyst á undanförnum árum og varð í gær Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Sérfræðingar Stúkunnar ræddu þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í Fossvoginum. 6. október 2025 15:15
Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Leikmenn KR fengu að heyra það frá fyrrum fyrirliða og þjálfara liðsins eftir að hafa sofnað enn á ný í varnarleiknum um helgina. Það var einkum einn leikmaður sem fékk harða gagnrýni frá KR goðsögninni. 6. október 2025 10:30
Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan KA og Vestri áttust við í mikilvægum leik í neðri hluta Bestu deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri. Fyrir leik var KA í 8. sæti með 32 stig og Vestri í því tíunda, stigi frá fallsæti. 5. október 2025 17:50
„Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ „Þetta er ótrúlega svekkjandi, leiðinlegt að leiða leikinn svona lengi og ná ekki að vinna.“ sagði Jón Þór Hauksson eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. Þetta var fyrsti leikur Jón Þórs með liðið eftir þjálfaraskipti. 5. október 2025 17:41