Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 10:28 Lyfseðlar á pappír heyra sögunni til á Íslandi eftir að rafrænar lyfjaávísanir voru teknar upp. Sem betur fer, kannski? Getty „Á tímum þar sem tækni og tölvur eru auðveldlega aðgengilegar, er sláandi að læknar hjá hinu opinbera séu enn að handskrifa lyfjaávísanir sem enginn getur skilið, nema einstaka lyfjafræðingur.“ Þetta sagði dómarinn Jasgurpreet Singh Puri í dómsúrskurði, þar sem farið hafði verið fram á lausn gegn tryggingu. Málið varðaði ásakanir um nauðgun, framhjáhald og falsanir, þar sem koa sakaði mann um kynferðislega misnotkun og um að hafa tekið við greiðslu gegn loforði um vinnu. Það var þó ekki málið sjálft né niðurstaðan sem hafa vakið sérstaka athygli, heldur hneykslan dómarans á framlögðum gögnum og fyrirskipanir hans í kjölfarið. Meðal gagnanna var skýrsla læknis á vegum hins opinbera, sem dómarinn sagði algjörlega óskiljanlega. Puri sagði í niðurstöðu sinni að það væri réttur sjúklinga að texti lækna væri skiljanlegur; það gæti hreinlega ráðið úrslitum milli lífs og dauða. Dómarinn biðlaði til stjórnvalda um að kenna skrift sem hluta af læknanáminu og að innleiða rafræna lyfseðla innan tveggja ára. Þá fyrirskipaði hann að í millitíðinni ættu allir læknar að skrifa skýrt og greinilega og nota hástafi. Óskiljanleg rithönd lækna er brandari í Indlandi, líkt og víðar í heiminum, en þess má geta að rannsóknir benda ekki til þess að kreddan um að læknar skrifi verr en aðrir eigi við rök að styðjast. Samkvæmt skýrslu Institute for Medicine frá 1999 þá verða hins vegar um það bil 7.000 dauðsföll á ári í Bandaríkjunum sökum lélegrar skriftar. BBC greinir einnig frá því að nýlega hafi kona frá Skotlandi orðið fyrir skaða þegar hún fékk afhent stinningarkremið Vitaros í stað augnlyfsins VitA-POS. Miðillinn hefur eftir Dilip Bhanushali, forseta indverskra læknasamtaka, að læknar séu viljugir til að vinna að lausnum. Í borgum og bæjum sé almennt notast við rafræna lyfseðla. Þar sem þeir séu handskrifaðir geti hins vegar reynst erfitt að gefa sér tíma og vanda sig sérstaklega, þar sem sjúklingarnir séu margir. Indland Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Þetta sagði dómarinn Jasgurpreet Singh Puri í dómsúrskurði, þar sem farið hafði verið fram á lausn gegn tryggingu. Málið varðaði ásakanir um nauðgun, framhjáhald og falsanir, þar sem koa sakaði mann um kynferðislega misnotkun og um að hafa tekið við greiðslu gegn loforði um vinnu. Það var þó ekki málið sjálft né niðurstaðan sem hafa vakið sérstaka athygli, heldur hneykslan dómarans á framlögðum gögnum og fyrirskipanir hans í kjölfarið. Meðal gagnanna var skýrsla læknis á vegum hins opinbera, sem dómarinn sagði algjörlega óskiljanlega. Puri sagði í niðurstöðu sinni að það væri réttur sjúklinga að texti lækna væri skiljanlegur; það gæti hreinlega ráðið úrslitum milli lífs og dauða. Dómarinn biðlaði til stjórnvalda um að kenna skrift sem hluta af læknanáminu og að innleiða rafræna lyfseðla innan tveggja ára. Þá fyrirskipaði hann að í millitíðinni ættu allir læknar að skrifa skýrt og greinilega og nota hástafi. Óskiljanleg rithönd lækna er brandari í Indlandi, líkt og víðar í heiminum, en þess má geta að rannsóknir benda ekki til þess að kreddan um að læknar skrifi verr en aðrir eigi við rök að styðjast. Samkvæmt skýrslu Institute for Medicine frá 1999 þá verða hins vegar um það bil 7.000 dauðsföll á ári í Bandaríkjunum sökum lélegrar skriftar. BBC greinir einnig frá því að nýlega hafi kona frá Skotlandi orðið fyrir skaða þegar hún fékk afhent stinningarkremið Vitaros í stað augnlyfsins VitA-POS. Miðillinn hefur eftir Dilip Bhanushali, forseta indverskra læknasamtaka, að læknar séu viljugir til að vinna að lausnum. Í borgum og bæjum sé almennt notast við rafræna lyfseðla. Þar sem þeir séu handskrifaðir geti hins vegar reynst erfitt að gefa sér tíma og vanda sig sérstaklega, þar sem sjúklingarnir séu margir.
Indland Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira