Íslenski boltinn

„Það er allt mögu­legt“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. vísir/diego

Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti.

„Þetta var rosalega ljúft, þetta var erfiður leikur. Við þurftum aðeins að fara í skurðgröft, verjast, þjást og vera klókar þegar við fengum boltann. Mér fannst stelpurnar skila því frábærlega. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar gegn feikilega sterku liði,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sáttur með sigur liðsins í dag.

„Þetta eru þrjú stig, þrjú góð stig í vinnusigri sem að sýnir stelpunum að það er allt mögulegt. Vonandi gefur það sjálfstraust og vellíðan, sem ýtir undir það að við verðum að vinna vel fram að næsta leik til að eiga séns í næstu leikjum.“

„Við erum að berjast um annað sætið og það verður hörkubarátta núna. Með svona spilamennsku og svona hugarfari og karakter eigum við alveg að gefa okkur góðar vonir um það. En það þarf að klára þetta, það er ekki hægt að horfa á endamarkið og segja að við erum næstum því þar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×