Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2025 18:31 Framarar unnu sterkan sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Fram vann nokkuð sanngjarnan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val í efri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvonir Vals eru þar með svo gott sem úr sögunni. Liðin skiptust að miklu leyti á að ógna í fyrri hálfleik, þó ógnin hafi vissulega oft og tíðum ekki verið mikil. Marius Lundemo og Albin Skoglund fengu sitthvort hálffærið fyrir Val, en það voru heimamenn sem urðu fyrri til að brjóta ísinn. Boltinn barst þá út í teig á Fred á 22. mínútu eftir að Ögmundur Kristinsson hafði varið skot frá Frey Sigurðssyni. Fred í kjörstöðu til að koma boltanum í netið, sem hann nýtti sér og kom Fram yfir með sínu fyrsta marki á tímabilinu. Lítið var um marktækifæri það sem eftir lifði hálfleiks og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir í Val fengu svo blauta tusku í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Fred skoraði annað mark sit tog tvöfaldaði forystu Fram á 48. mínútu. Brekkan orðin brött fyrir Valsmenn og lengi vel virtust Framarar líklegri til að bæta við en Valur að minnka muninn. Eftir því sem leið á leikinn fóru Velsmenn þó að komast framar á völlinn og ógna marki heimamanna meira. Jónatan Ingi fékk besta færi gestanna, en skot hans úr markteignum fór beint á Viktor í marki Framara. Heimamenn stóðu vörnina þó vel stærstan hluta leiksins og gáfu í raun fá færi á sér. Valsmönnum tókst því ekki að finna netmöskvana í kvöld og niðurstaðan varð 2-0 sigur Fram. Framarar eru þar með komnir með 32 stig eftir 24 leiki, jafn mörg og FH sem situr í fimmta sæti Bestu-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar enn í öðru sæti með 41 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings sem leikur gegn Stjörnunni á morgun. Atvik leiksins Annað mark Fram var gríðarlega þungt fyrir Val. Túfa hefur líklega nýtt hálfleiksræðuna í að segja sínum mönnum að halda ró sinni því jöfnunarmarkið muni koma, en í staðinn fær liðið á sig mark þegar hálfleikurinn er rétt rúmlega tveggja mínútna gamall. Stjörnur og skúrkar Fred er stjarna kvöldsins í liði Fram. Skoraði bæði mörk liðsins og var ógnandi stærstan hluta leiksins. Hans fyrstu mörk á tímabilinu. Þá skiluðu fleiri leikmenn í liði heimamanna góðu dagsverki. Kennie Chopart og Simon Tibbling voru öflugir eins og svo oft áður og þá var Freyr Sigurðsson einnig ógnandi. Valsmenn þurfa hins vegar að horfa í spegilinn eftir kvöldið. Þetta var fjórði deildarleikurinn í röð án sigurs og þar af hefur liðið tapað þremur. Valsmenn hafa ekki haldið hreinu í deildarleik síðan 5. júlí og það þarf því að fara að spyrja alvarlegra spurninga varðandi varnarleik liðsins. Dómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson og hans teymi skiluðu fínustu vakt í kvöld. Lítið sem ekkert um vafaatriði og leikurinn fékk að fljóta nokkuð vel. Stemning og umgjörð Vel að öllu staðið í Úlfarsárdalnum í kvöld. Undirritaður var í sinni fyrstu heimsókn á þennan nýja völl og mega Framarar vera stoltir af honum. Stemningin bar þess þó aðeins merki að haustið væri gengið í garð og lítið sem ekkert sem Framarar hafa að keppa að. Besta deild karla Fram Valur
Fram vann nokkuð sanngjarnan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val í efri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvonir Vals eru þar með svo gott sem úr sögunni. Liðin skiptust að miklu leyti á að ógna í fyrri hálfleik, þó ógnin hafi vissulega oft og tíðum ekki verið mikil. Marius Lundemo og Albin Skoglund fengu sitthvort hálffærið fyrir Val, en það voru heimamenn sem urðu fyrri til að brjóta ísinn. Boltinn barst þá út í teig á Fred á 22. mínútu eftir að Ögmundur Kristinsson hafði varið skot frá Frey Sigurðssyni. Fred í kjörstöðu til að koma boltanum í netið, sem hann nýtti sér og kom Fram yfir með sínu fyrsta marki á tímabilinu. Lítið var um marktækifæri það sem eftir lifði hálfleiks og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Gestirnir í Val fengu svo blauta tusku í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Fred skoraði annað mark sit tog tvöfaldaði forystu Fram á 48. mínútu. Brekkan orðin brött fyrir Valsmenn og lengi vel virtust Framarar líklegri til að bæta við en Valur að minnka muninn. Eftir því sem leið á leikinn fóru Velsmenn þó að komast framar á völlinn og ógna marki heimamanna meira. Jónatan Ingi fékk besta færi gestanna, en skot hans úr markteignum fór beint á Viktor í marki Framara. Heimamenn stóðu vörnina þó vel stærstan hluta leiksins og gáfu í raun fá færi á sér. Valsmönnum tókst því ekki að finna netmöskvana í kvöld og niðurstaðan varð 2-0 sigur Fram. Framarar eru þar með komnir með 32 stig eftir 24 leiki, jafn mörg og FH sem situr í fimmta sæti Bestu-deildarinnar. Valsmenn sitja hins vegar enn í öðru sæti með 41 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings sem leikur gegn Stjörnunni á morgun. Atvik leiksins Annað mark Fram var gríðarlega þungt fyrir Val. Túfa hefur líklega nýtt hálfleiksræðuna í að segja sínum mönnum að halda ró sinni því jöfnunarmarkið muni koma, en í staðinn fær liðið á sig mark þegar hálfleikurinn er rétt rúmlega tveggja mínútna gamall. Stjörnur og skúrkar Fred er stjarna kvöldsins í liði Fram. Skoraði bæði mörk liðsins og var ógnandi stærstan hluta leiksins. Hans fyrstu mörk á tímabilinu. Þá skiluðu fleiri leikmenn í liði heimamanna góðu dagsverki. Kennie Chopart og Simon Tibbling voru öflugir eins og svo oft áður og þá var Freyr Sigurðsson einnig ógnandi. Valsmenn þurfa hins vegar að horfa í spegilinn eftir kvöldið. Þetta var fjórði deildarleikurinn í röð án sigurs og þar af hefur liðið tapað þremur. Valsmenn hafa ekki haldið hreinu í deildarleik síðan 5. júlí og það þarf því að fara að spyrja alvarlegra spurninga varðandi varnarleik liðsins. Dómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson og hans teymi skiluðu fínustu vakt í kvöld. Lítið sem ekkert um vafaatriði og leikurinn fékk að fljóta nokkuð vel. Stemning og umgjörð Vel að öllu staðið í Úlfarsárdalnum í kvöld. Undirritaður var í sinni fyrstu heimsókn á þennan nýja völl og mega Framarar vera stoltir af honum. Stemningin bar þess þó aðeins merki að haustið væri gengið í garð og lítið sem ekkert sem Framarar hafa að keppa að.
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að kreista fram sigur og er meistari meistaranna Körfubolti