Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea

Sindri Sverrisson skrifar
Chelsea var manni færra eftir að Trevoh Chalobah var rekinn af velli í dag.
Chelsea var manni færra eftir að Trevoh Chalobah var rekinn af velli í dag. Getty/Bryn Lennon

Chelsea hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, eftir 3-1 tap gegn Brighton á heimavelli í dag.

Útlitið var bjart hjá Chelsea eftir að Enzo Fernández skoraði með skalla á 24. mínútu og staðan var enn 1-0 þegar Trevoh Chalobah fékk rauða spjaldið, á 53. mínútu, fyrir brot sem aftasti maður.

Brighton gekk hægt að nýta sér liðsmuninn en jafnaði metin á 77. mínútu, þegar Danny Welbeck skoraði, og hann bætti svo við öðru seint í uppbótartíma eftir að Maxim De Cuyper hafði einnig skorað í uppbótartímanum.

Tapið þýðir að Chelsea er aðeins með átta stig eftir sex leiki, í 7.-11. sæti, ásamt Brighton, Sunderland og Fulham en tvö síðastnefndu liðin eiga nú leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira