Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2025 23:31 Félagarnir McGinn og Villi. Skotinn stóð víst á tám þegar myndin var tekin. VARsjáin Vilhjálmur Hallsson, oft kenndur við hlaðvarpið Steve dagskrá, var gestur síðasta þáttar af VARsjánni. Þar deildi hann sögu af sér og John McGinn, fyrirliða Aston Villa – uppáhaldslið Villa – á Villa Park. Vilhjálmur hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Aston Villa og því ákvað hann að skella sér á Villa Park með góðvini sínum Árna Guðna – bróðir Atla Guðna – þegar tækifæri gafst. Klippa: VARsjáin: Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund á Villa Park „Ef þú reddar miða þá kem ég, ekki spurning. Og hann deliveraði deginum eftir. Við förum út og það kemur í ljós að Marc McAusland, sem var þá fyrirliðinn hans hjá ÍR, er mikill vinur John McGinn. McAusland var fyrirliði St. Mirren þegar McGinn var þar.“ „Svo erum við komnir út, ætluðum að horfa á leikinn í venjulegum sætum en þá hendir McGinn okkur í boxið sitt. Hann er meiddur og við horfum saman á leikinn, erum þarna saman fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann var mjög mikið að spyrja mig út í af hverju ég held með Villa og allt það. Ég segi honum að ég eigi tvo stráka sem fagna mörkunum sínum svona (eins og McGinn fagnar alltaf) á öllum mótum.“ Fagnið umrædda.EPA/TIM KEETON Í kjölfarið segir Villi að annar af sonum hans hafi byrjað að hringja Facetime í sig, hann hafi vitað að eitthvað væri í gangi. Þegar sonurinn hafði hringt þrívegis án þess að Villi hafi svarað tók McGinn til sinna ráða. „Hann horfir á mig, þarna er hann búinn að spyrja mig út í strákana og allt, og segir give me the phone. Svo svarar hann. Strákurinn talaði við hann Facetime, sjö aðrir vinir hans bakvið að segja „shit hann er að tala við John McGinn.“ Ég fæ gæsahúð.“ „Ótrúleg týpa, geggjaður leikmaður og ég lít á hann sem vin,“ sagði Villi kíminn að endingu. Í VARsjánni eru helstu mál helgarinnar í enska boltanum gerð upp af þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Vilhjálmur hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður Aston Villa og því ákvað hann að skella sér á Villa Park með góðvini sínum Árna Guðna – bróðir Atla Guðna – þegar tækifæri gafst. Klippa: VARsjáin: Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund á Villa Park „Ef þú reddar miða þá kem ég, ekki spurning. Og hann deliveraði deginum eftir. Við förum út og það kemur í ljós að Marc McAusland, sem var þá fyrirliðinn hans hjá ÍR, er mikill vinur John McGinn. McAusland var fyrirliði St. Mirren þegar McGinn var þar.“ „Svo erum við komnir út, ætluðum að horfa á leikinn í venjulegum sætum en þá hendir McGinn okkur í boxið sitt. Hann er meiddur og við horfum saman á leikinn, erum þarna saman fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann var mjög mikið að spyrja mig út í af hverju ég held með Villa og allt það. Ég segi honum að ég eigi tvo stráka sem fagna mörkunum sínum svona (eins og McGinn fagnar alltaf) á öllum mótum.“ Fagnið umrædda.EPA/TIM KEETON Í kjölfarið segir Villi að annar af sonum hans hafi byrjað að hringja Facetime í sig, hann hafi vitað að eitthvað væri í gangi. Þegar sonurinn hafði hringt þrívegis án þess að Villi hafi svarað tók McGinn til sinna ráða. „Hann horfir á mig, þarna er hann búinn að spyrja mig út í strákana og allt, og segir give me the phone. Svo svarar hann. Strákurinn talaði við hann Facetime, sjö aðrir vinir hans bakvið að segja „shit hann er að tala við John McGinn.“ Ég fæ gæsahúð.“ „Ótrúleg týpa, geggjaður leikmaður og ég lít á hann sem vin,“ sagði Villi kíminn að endingu. Í VARsjánni eru helstu mál helgarinnar í enska boltanum gerð upp af þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira