Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 15:50 Errol Musk segir um ófrægingarherferð af hálfu fjölskyldu sinnar að ræða. Cyrus McCrimmon/Getty Errol Musk faðir milljarðamæringsins Elon Musk hefur verið sakaður um að hafa kynferðislega misnotað fimm barna sinna auk stjúpbarna frá árinu 1993. Sjálfur þvertekur hann fyrir brotin. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times en bandaríski miðillinn vísar í umfjölluninni til ýmissa gagna, meðal annars dómskjala persónulegra bréfa, tölvupósta og tekur auk þess viðtöl við fjölskyldumeðlimi Musk fjölskyldunnar. Elon Musk varð ekki við viðtalsbeiðni miðilsins. Ásakanirnar raktar til 1993 Í umfjöllunni kemur fram að Errol hafi verið giftur í þrígang. Fyrst var hann giftur Maye Musk, móður Elon Musk en þau eignuðust auk þess tvö önnur börn. Næst giftist hann Sue Wilson í stutta stund og þá Heide-Mari Bezuidenhout sem átti fyrir þrjú börn. Þau eignuðust síðar tvær dætur. Fram kemur í New York Times að fyrstu ásakanirnar á hendur Errol hafi komið fram árið 1993 í Suður-Afríku. Stjúpdóttir hans sem þá var fjögurra ára sagði hann hafa snert sig á kynferðislegan hátt. Lögregla hafi rannsakað málið en það látið niður falla þar sem eiginkona hans hafi ákveðið að kæra það ekki. Tíu árum síðar hafi stjúpdóttur hans, þá fjórtán ára gömul, svo sagt frá því að hún hafi komið að honum þar sem hann var að þefa af óhreinum nærfötum hennar. Miðillinn segir að stjúpdóttirin hafi svo aftur tíu árum síðar þá tvítug sagt hann hafa kysst sig. Hún hafi þá óskað eftir tímabundnu nálgunarbanni gegn honum. Miðillinn hefur eftir fjölskyldumeðlimum að hann hafi auk þess áreitt stjúpson sinn og tvær dætur sínar til viðbótar. Áður hefur komið fram að Errol hafi eignast tvö börn með stjúpdótturinni sem sagt er að um ræði. Ekkert styðji ásakanirnar New York Times hefur eftir Errol Musk að engin sönnunargögn styðji ásakanirnar, þær séu þvættingur. Hann segir fjölskyldumeðlimi sína beita börnum sínum fyrir sig og augljóst sé að um tilraun til fjárkúgunar á hendur Elon Musk sé að ræða. Fram kemur í umfjölluninni að Elon hafi gert sitt til að verja systkin sín og stjúpsystkini. Hann hafi meðal annars flogið fjölskyldunni til Kaliforníu og frá Suður-Afríku á einum tímapunkti. Milljarðamæringurinn hefur áður opnað sig um erfitt samband sitt við föður sinn og sagði meðal annars við Rolling Stones árið 2017 að faðir hans hefði „næstum gert alla slæma hluti sem þú getur ímyndað þér.“ Elon Musk Suður-Afríka Bandaríkin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times en bandaríski miðillinn vísar í umfjölluninni til ýmissa gagna, meðal annars dómskjala persónulegra bréfa, tölvupósta og tekur auk þess viðtöl við fjölskyldumeðlimi Musk fjölskyldunnar. Elon Musk varð ekki við viðtalsbeiðni miðilsins. Ásakanirnar raktar til 1993 Í umfjöllunni kemur fram að Errol hafi verið giftur í þrígang. Fyrst var hann giftur Maye Musk, móður Elon Musk en þau eignuðust auk þess tvö önnur börn. Næst giftist hann Sue Wilson í stutta stund og þá Heide-Mari Bezuidenhout sem átti fyrir þrjú börn. Þau eignuðust síðar tvær dætur. Fram kemur í New York Times að fyrstu ásakanirnar á hendur Errol hafi komið fram árið 1993 í Suður-Afríku. Stjúpdóttir hans sem þá var fjögurra ára sagði hann hafa snert sig á kynferðislegan hátt. Lögregla hafi rannsakað málið en það látið niður falla þar sem eiginkona hans hafi ákveðið að kæra það ekki. Tíu árum síðar hafi stjúpdóttur hans, þá fjórtán ára gömul, svo sagt frá því að hún hafi komið að honum þar sem hann var að þefa af óhreinum nærfötum hennar. Miðillinn segir að stjúpdóttirin hafi svo aftur tíu árum síðar þá tvítug sagt hann hafa kysst sig. Hún hafi þá óskað eftir tímabundnu nálgunarbanni gegn honum. Miðillinn hefur eftir fjölskyldumeðlimum að hann hafi auk þess áreitt stjúpson sinn og tvær dætur sínar til viðbótar. Áður hefur komið fram að Errol hafi eignast tvö börn með stjúpdótturinni sem sagt er að um ræði. Ekkert styðji ásakanirnar New York Times hefur eftir Errol Musk að engin sönnunargögn styðji ásakanirnar, þær séu þvættingur. Hann segir fjölskyldumeðlimi sína beita börnum sínum fyrir sig og augljóst sé að um tilraun til fjárkúgunar á hendur Elon Musk sé að ræða. Fram kemur í umfjölluninni að Elon hafi gert sitt til að verja systkin sín og stjúpsystkini. Hann hafi meðal annars flogið fjölskyldunni til Kaliforníu og frá Suður-Afríku á einum tímapunkti. Milljarðamæringurinn hefur áður opnað sig um erfitt samband sitt við föður sinn og sagði meðal annars við Rolling Stones árið 2017 að faðir hans hefði „næstum gert alla slæma hluti sem þú getur ímyndað þér.“
Elon Musk Suður-Afríka Bandaríkin Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira