Faðir Elon Musk eignaðist annað barn með stjúpdóttur sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 15:29 Musk staðfesti það í viðtali við Sun í vikunni að hann hefði eignast annað barn árið 2019 með stjúpdóttur sinni, hinni 35 ára Jönu Bezuidenhout. Cyrus McCrimmon/Getty Errol Musk, faðir Elon Musk, greindi frá því í vikunni að hann hefði eignast annað barn með Jönu Bezuidenhout, stjúpdóttur sinni. Stjúpfeðginin eignuðust soninn Elliot Rush árið 2017 og nú kom í ljós að þau eignuðust annað barn í leyni árið 2019. Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar. Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar.
Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira