Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 21:36 Höskuldur skoraði mark Breiðabliks úr vítaspyrnu en reynir hér að gera slíkt hið sama úr aukaspyrnu. Vísir/Diego „Þetta var mjög súrt sko. Fannst við koma á Hlíðarenda og taka frumkvæðið. Hefði viljað fá meira úr fyrri hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og markaskorari Breiðabliks, við Gunnlaug Jónsson eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla í fótbolta. Blikar voru hársbreidd frá mikilvægum sigri en í uppbótatíma fékk liðið á sig vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Valgeirs Valgeirssonar. Skömmu áður hafði Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður Vals, rekið hendina í knöttinn sem fór þaðan aftur fyrir. Heimamenn fengu hins vegar hornspyrnu og upp úr því kom jöfnunarmarkið. „Var að eins að tala við dómarateymið, ætla ekki að vera með dóma á dóminn en mér fannst þetta vera kúluspil af stuttu færi. Finnst grimmt að dæma hendi á þetta, eins og þetta sé bara kallað. Hólmar búinn að slá boltann út af í hornspyrnu mínútu áður. En ég ætla ekki að svekkja mig of mikið á því. Liðið flott, fannst við eiga sigur skilið en súr endir.“ Breiðablik vann síðast deildarleik 19. júlí. Hvað veldur? „Fimmta mínúta í uppbót olli því í dag. Það er örugglega margþætt. svo að einhverju leyti verður það sálrænt. Fannst við flottir í dag, fannst við ekki mæta eins og lið sem væri lítið í sér. Mættum á erfiðan útivöll, einn erfiðasta útivöllinn í ár og eiga meira skilið úr þessum leik. Gulli spurði Höskuld út í umræðuna í kringum liðið. „Eflaust út á við, fannst þú bara þurfa horfa á samstöðuna inn á vellinum í dag og hverjir voru betri í dag fannst mér til að segja hvernig við leikmenn erum stemmdir. Við látum þetta ekkert skilgreina okkur þó við séum á lélegu rönni.“ „Við viljum náttúrulega bæta úr því sem leikmenn, langt frá því að vera einhver óeining eða lítil trú á því sem lagt er upp með í leikjum. Ef við horfum á leikinn í dag er eflaust öll tölfræði helvíti góð nema við mættum fara betur með sóknarstöðurnar.“ Að endingu var Höskuldur spurður út í Evrópubaráttuna þegar fjórir leikir eru eftir. „Hún er hörð og verður, ekki flóknara en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Blikar voru hársbreidd frá mikilvægum sigri en í uppbótatíma fékk liðið á sig vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Valgeirs Valgeirssonar. Skömmu áður hafði Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður Vals, rekið hendina í knöttinn sem fór þaðan aftur fyrir. Heimamenn fengu hins vegar hornspyrnu og upp úr því kom jöfnunarmarkið. „Var að eins að tala við dómarateymið, ætla ekki að vera með dóma á dóminn en mér fannst þetta vera kúluspil af stuttu færi. Finnst grimmt að dæma hendi á þetta, eins og þetta sé bara kallað. Hólmar búinn að slá boltann út af í hornspyrnu mínútu áður. En ég ætla ekki að svekkja mig of mikið á því. Liðið flott, fannst við eiga sigur skilið en súr endir.“ Breiðablik vann síðast deildarleik 19. júlí. Hvað veldur? „Fimmta mínúta í uppbót olli því í dag. Það er örugglega margþætt. svo að einhverju leyti verður það sálrænt. Fannst við flottir í dag, fannst við ekki mæta eins og lið sem væri lítið í sér. Mættum á erfiðan útivöll, einn erfiðasta útivöllinn í ár og eiga meira skilið úr þessum leik. Gulli spurði Höskuld út í umræðuna í kringum liðið. „Eflaust út á við, fannst þú bara þurfa horfa á samstöðuna inn á vellinum í dag og hverjir voru betri í dag fannst mér til að segja hvernig við leikmenn erum stemmdir. Við látum þetta ekkert skilgreina okkur þó við séum á lélegu rönni.“ „Við viljum náttúrulega bæta úr því sem leikmenn, langt frá því að vera einhver óeining eða lítil trú á því sem lagt er upp með í leikjum. Ef við horfum á leikinn í dag er eflaust öll tölfræði helvíti góð nema við mættum fara betur með sóknarstöðurnar.“ Að endingu var Höskuldur spurður út í Evrópubaráttuna þegar fjórir leikir eru eftir. „Hún er hörð og verður, ekki flóknara en það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira