Kastrup lokað vegna drónaflugs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 19:57 Mynd er úr safni. Arroyo Moreno/Getty Images Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Fréttir af flugi Noregur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Fréttir af flugi Noregur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira