Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2025 16:23 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. AP/Embætti forsætisráðherrra Póllands Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. Rússar hafa að undanförnu flogið bæði drónum og herþotum inn í lofthelgi annarra ríkja í Evrópu og í Atlantshafsbandalaginu. Fjölda dróna, bæði tálbeitum og sjálfsprengidrónum, var nýverið flogið inn í lofthelgi Póllands, frá Belarús, og í kjölfarið var þremur herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands í síðustu viku, þar sem þeim var flogið í um tólf mínútur. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagt að drónaflugið til Póllands hafi verið mistök, en því hafna ráðamenn í Póllandi. Þegar kemur að flugi herþota inn í lofthelgi Eistlands segja þeir einfaldlega að ásakanirnar séu rangar og þeim sé ætlað að ýta undir spennu. Tusk sagði á blaðamannafundi í dag að „hlutir“ yfir Póllandi yrðu skotnir niður. Það þyrfti ekkert að ræða það frekar. Hann ítrekaði þó að í flóknari aðstæðum, og vísaði sérstaklega til herþotanna í lofthelgi Eistlands, yrði að fara varlega og hugsa tvisvar um áður en gripið yrði til aðgerða sem gætu leitt til átaka. Sjá einnig: Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Pólverjar þyrftu að tryggja að ef gripið yrði til aðgerða sem gætu leitt til átaka, stæðu Pólverjar ekki einir. Samkvæmt frétt Reuters sagði Tusk að allir í NATO og Evrópu þyrftu að hugsa hlutina á svipaðan hátt. Pólverjar eru um þessar mundir að skoða leiðir til að granda drónum á skilvirkari og ódýrari hátt en svipuð umræða á sér stað víða annars staðar í Evrópu um þessar mundir. Politico sagði frá því í dag að erindrekar frá sjö ríkjum Austur-Evrópu muni seinna í vikunni funda með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um þróun einhverskonar drónamúr kringum Evrópusambandið. Ríkin sjö eru Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía og Búlgaría. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði fyrr í þessum mánuði að svara þyrfti ákalli ríkja Austur-Evrópu um bættar varnir. Talsmaður ráðsins sagði svo í morgun að fundurinn seinna í vikunni myndi snúast um þarfir ríkjanna og hvernig væri hægt að hjálpa þeim. Frekari skref yrðu svo tekin í framhaldinu, með aðkomu Úkraínumanna, sem hafa mikla reynslu af því að verjast rússneskum drónum. Eistland Pólland Rúmenía NATO Evrópusambandið Hernaður Rússland Tengdar fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins 20. september 2025 07:50 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. 17. september 2025 11:08 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rússar hafa að undanförnu flogið bæði drónum og herþotum inn í lofthelgi annarra ríkja í Evrópu og í Atlantshafsbandalaginu. Fjölda dróna, bæði tálbeitum og sjálfsprengidrónum, var nýverið flogið inn í lofthelgi Póllands, frá Belarús, og í kjölfarið var þremur herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands í síðustu viku, þar sem þeim var flogið í um tólf mínútur. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagt að drónaflugið til Póllands hafi verið mistök, en því hafna ráðamenn í Póllandi. Þegar kemur að flugi herþota inn í lofthelgi Eistlands segja þeir einfaldlega að ásakanirnar séu rangar og þeim sé ætlað að ýta undir spennu. Tusk sagði á blaðamannafundi í dag að „hlutir“ yfir Póllandi yrðu skotnir niður. Það þyrfti ekkert að ræða það frekar. Hann ítrekaði þó að í flóknari aðstæðum, og vísaði sérstaklega til herþotanna í lofthelgi Eistlands, yrði að fara varlega og hugsa tvisvar um áður en gripið yrði til aðgerða sem gætu leitt til átaka. Sjá einnig: Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Pólverjar þyrftu að tryggja að ef gripið yrði til aðgerða sem gætu leitt til átaka, stæðu Pólverjar ekki einir. Samkvæmt frétt Reuters sagði Tusk að allir í NATO og Evrópu þyrftu að hugsa hlutina á svipaðan hátt. Pólverjar eru um þessar mundir að skoða leiðir til að granda drónum á skilvirkari og ódýrari hátt en svipuð umræða á sér stað víða annars staðar í Evrópu um þessar mundir. Politico sagði frá því í dag að erindrekar frá sjö ríkjum Austur-Evrópu muni seinna í vikunni funda með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um þróun einhverskonar drónamúr kringum Evrópusambandið. Ríkin sjö eru Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmenía og Búlgaría. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði fyrr í þessum mánuði að svara þyrfti ákalli ríkja Austur-Evrópu um bættar varnir. Talsmaður ráðsins sagði svo í morgun að fundurinn seinna í vikunni myndi snúast um þarfir ríkjanna og hvernig væri hægt að hjálpa þeim. Frekari skref yrðu svo tekin í framhaldinu, með aðkomu Úkraínumanna, sem hafa mikla reynslu af því að verjast rússneskum drónum.
Eistland Pólland Rúmenía NATO Evrópusambandið Hernaður Rússland Tengdar fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins 20. september 2025 07:50 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. 17. september 2025 11:08 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins 20. september 2025 07:50
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56
Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. 17. september 2025 11:08
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46