Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 11:08 Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, tilkynntu um áformin á óvæntum blaðamannafundi í dag. EPA/EMIL HELMS Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“ Danmörk NATO Rússland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“
Danmörk NATO Rússland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira