Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. september 2025 11:08 Mette Frederiksen, Troels Lund Poulsen og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, tilkynntu um áformin á óvæntum blaðamannafundi í dag. EPA/EMIL HELMS Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“ Danmörk NATO Rússland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem leiðtogar dönsku ríkisstjórnarinnar, Mette Frederiksen forsætisráðherra, Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra boðuðu til með skömmum fyrirvara í dag. Ekki liggur fyrir nákvæmlega ennþá hvaða tegundir vopna verða keypt, en það verði ýmist skotflaugar eða drónar. Vinna mun nú hefjast við að skoða hvaða möguleikar standa til boða sem liður í innkaupaferlinu. Ekki liggur heldur fyrir hvenær vopnin verða keypt, hvaðan eða hvað þau mega kosta. Stjórnvöld hafa sætt nokkrum þrýstingi eftir að tilkynnt var um að úkraínskir vopnaframleiðendur myndu hefja framleiðslu vopna á danskri grundu, sem liður í stuðningi Danmerkur við varnir Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa. Í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort þetta gæti aukið hættuna á því að Danmörk gæti orðið að skotmarki Rússa. Fram kom í máli ráðherranna á blaðamannafundinum í dag að markmiðið með innkaupunum væri að auka enn frekar fælingarmátt gegn mögulegri árás með því að hafa yfir að ráða langdrægum vopnum sem geti hæft skotmörk innan landamæra óvinveittra ríkja, einkum og sér í lagi í Rússlandi. Dönsk stjórnvöld höfðu þegar tilkynnt um fleiri milljarða fjárfestingu í auknum loftvörnum, en betur má ef duga skal, að því er fram kom í máli ráðherranna. Þótt ekki sé talið að yfirvofandi ógn steðji að Danmörku eins og sakir standa nú sé eðlilegt að Danir komi sér upp slíkum vopnum. Það sé til samræmis við það sem önnur bandalagsríki NATO hafi flest hver þegar yfir að ráða. Það er mat leyniþjónustu danska hersins að Rússar geti byggt upp getu til að ráðast á fleiri ríki en Úkraínu á aðeins tveimur til fimm árum, ef til þess kemur að hlé verði gert á árásum í Úkraínu. Skrefið kemur dönskum varnarmálasérfræðingum mörgum ekki á óvart en aðrir óttast að það gæti leitt til þess að Rússar sjái sig knúna til að svara með einhverjum hætti. Ítrekað kom fram í máli ráðherranna á blaðamannafundinum að um væri að ræða „vatnaskil í dönskum varnarmálum.“
Danmörk NATO Rússland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira